Ed Sheeran

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ed Sheeran
Sheeran í Berlín árið 2018
Fæddur
Edward Christopher Sheeran

17. febrúar 1991 (1991-02-17) (33 ára)
Störf
 • Söngvari
 • lagahöfundur
 • gítarleikari
 • plötuframleiðandi
 • leikari
Ár virkur2004–í dag
MakiCherry Seaborn (g. 2019)
Börn2
Tónlistarferill
Stefnur
Hljóðfæri
 • Rödd
 • gítar[1]
Útgefandi
Vefsíðaedsheeran.com

Edward Christopher Sheeran (f. 17. febrúar 1991) er enskur söngvari, lagaskáld, gítarleikari, hljómplötuframleiðandi og leikari. Sheeran fæddist í Halifax, West Yorkshire, og ólst upp í Framlingham, Suffolk. Hann fór í Academy of Contemporary Music í Guildford.

Þegar Sheeran var barn flutti hann með fjölskyldu sinni til Framlingham í Suffolk. Hann á eldri bróður sem heitir Matthew, sem vinnur sem tónskáld. Foreldrar Sheeran, John og Imogen, eru frá London; faðir hans er írskur. Sheeran söng í kirkjukór frá fjögurra ára aldri, hann lærði að spila á gítar á ungum aldri meðan hann var í Rishworth School, og hann byrjaði að skrifa lög á meðan hann var í Thomas Mills High School í Framlingham, Suffolk.

Sheeran hélt tvenna tónleika á Laugardalsvelli sumarið 2019 sem alls 50.000 manns sóttu.[2]

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Hljómplötur[breyta | breyta frumkóða]

 • + (2011)
 • × (2014)
 • ÷ (2017)
 • No.6 Collaborations Project (2019)
 • = (2021)
 • (2023)
 • Autumn Variations (2023)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Ed Sheeran Hates Kale, Speaks German And 99 Other Things You Probably Didn't Know About Him“. MTV. 9. júní 2014. Afrit af uppruna á 26. ágúst 2022. Sótt 26. ágúst 2022.
 2. Tinna Eiríksdóttir (12. ágúst 2019). „Keypti úr fyrir tvær milljónir“. RÚV.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]