Wikipedia:Tillögur að gæðagreinum
|
Þessi síða er ætluð til þess að ákveða hvaða greinar geti fallið undir flokkinn Gæðagreinar sem er flokkur greina sem hafa hlotið gæðastimpil íslenska Wikipedia samfélagsins. Þangað eiga aðeins erindi vandaðar greinar og vel skrifaðar sem gera viðfangsefni sínu góð skil í hnitmiðuðum og læsilegum texta. Gæðagreinar þurfa ekki að vera jafn ítarlegar og úrvalsgreinar og mega vera styttri greinar. (Nánar um kröfur sem gerðar eru til gæðagreina hér.)
Ef þú hefur tillögu að grein sem á heima í þessum flokki þá getur þú bætt henni við á listann hér fyrir neðan þar sem atkvæði verða greidd um hana. Ef grein er ekki alveg tilbúin til þess að verða gæðagrein alveg strax er kjörið að vekja athygli á henni á spjallsíðu hennar eða í úrvalsmiðstöðinni til að fá gagnrýni og tillögur um það sem betur má fara í greininni.
Þar sem Wikipedia er í eðli sínu síbreytileg þá er ekki víst að grein sem hefur verið samþykkt sem gæðagrein haldi þeirri nafnbót endalaust. Greinarnar geta tekið breytingum og kröfur til gæðagreina geta þróast með tímanum. Því er mikilvægt að endurmeta það reglulega hvort að grein sé ennþá gæðagrein. Á þessari síðu má einnig hefja umræður um endurmat gæðagreina.
Áður en þú greiðir atkvæði um tillögu er að sjálfsögðu mikilvægt að þú lesir greinina sem er til umræðu vel yfir fyrst og hugir vel að þeim kröfum sem gera verður til gæðagreina.
Að neðan eru leiðbeiningar um hvernig atkvæði eru greidd um gæðagreinar.
Ný tilnefning
|
Endurmat
| |||
| ||||
|
|
Menntaskólinn á Akureyri
[breyta frumkóða]Dagsetning: 23-12-2022
Magnús Máni tilnefnir greinina Menntaskólinn á Akureyri:
Þessi grein var svipt gæðagreinanafnbótinni árið 2020 fyrir að tilgreina ekki heimildir sínar. Nú hefur það verið bætt. :)
Umræða
[breyta frumkóða]- Samþykkt --Magnús Máni (spjall) 23. desember 2022 kl. 22:58 (UTC)