Wikipedia:Tillögur að gæðagreinum
|
Þessi síða er ætluð til þess að ákveða hvaða greinar geti fallið undir flokkinn Gæðagreinar sem er flokkur greina sem hafa hlotið gæðastimpil íslenska Wikipedia samfélagsins. Þangað eiga aðeins erindi vandaðar greinar og vel skrifaðar sem gera viðfangsefni sínu góð skil í hnitmiðuðum og læsilegum texta. Gæðagreinar þurfa ekki að vera jafn ítarlegar og úrvalsgreinar og mega vera styttri greinar. (Nánar um kröfur sem gerðar eru til gæðagreina hér.)
Ef þú hefur tillögu að grein sem á heima í þessum flokki þá getur þú bætt henni við á listann hér fyrir neðan þar sem atkvæði verða greidd um hana. Ef grein er ekki alveg tilbúin til þess að verða gæðagrein alveg strax er kjörið að vekja athygli á henni á spjallsíðu hennar eða í úrvalsmiðstöðinni til að fá gagnrýni og tillögur um það sem betur má fara í greininni.
Þar sem Wikipedia er í eðli sínu síbreytileg þá er ekki víst að grein sem hefur verið samþykkt sem gæðagrein haldi þeirri nafnbót endalaust. Greinarnar geta tekið breytingum og kröfur til gæðagreina geta þróast með tímanum. Því er mikilvægt að endurmeta það reglulega hvort að grein sé ennþá gæðagrein. Á þessari síðu má einnig hefja umræður um endurmat gæðagreina.
Áður en þú greiðir atkvæði um tillögu er að sjálfsögðu mikilvægt að þú lesir greinina sem er til umræðu vel yfir fyrst og hugir vel að þeim kröfum sem gera verður til gæðagreina.
Að neðan eru leiðbeiningar um hvernig atkvæði eru greidd um gæðagreinar.
Ný tilnefning
|
Endurmat
| |||
| ||||
|
|
Menntaskólinn á Akureyri
[breyta frumkóða]Dagsetning: 23-12-2022
Magnús Máni tilnefnir greinina Menntaskólinn á Akureyri:
Þessi grein var svipt gæðagreinanafnbótinni árið 2020 fyrir að tilgreina ekki heimildir sínar. Nú hefur það verið bætt. :)
Umræða
[breyta frumkóða]Samþykkt --Magnús Máni (spjall) 23. desember 2022 kl. 22:58 (UTC)
Á móti Vantar tilvísanir í textanum. Málfari ábótavant. Tenglar í fyrirsögnum. Heilmikið sem mætti bæta raunar. --Akigka (spjall) 18. janúar 2025 kl. 22:52 (UTC)
Á móti Vantar tilvísanir í heimildir. Tilgreinir einelti brauta í inngangi án tilvísun í heimild og án mótsvars.--Snævar (spjall) 20. janúar 2025 kl. 00:38 (UTC)
Jimmy Carter
[breyta frumkóða]Dagsetning: 19-01-2025
TKSnaevarr tilnefnir greinina Jimmy Carter:
Fremur ítarleg grein í núverandi mynd, og vísar til ítarefnis og heimilda á íslensku.
Umræða
[breyta frumkóða]Samþykkt --TKSnaevarr (spjall) 19. janúar 2025 kl. 19:49 (UTC)
Samþykkt --Berserkur (spjall) 19. janúar 2025 kl. 20:13 (UTC)
Á móti Sleppir umfjöllun um olíkrísuna 1979 og björgun bandaríska ríkisins á Crysler. SALT-II er helsta meginatriðið sem er í greininni. Get ekki séð að grein sem sleppir efnahagslegum málum sé að snerta á meginefnum efnisins.--Snævar (spjall) 20. janúar 2025 kl. 00:30 (UTC)
Samþykkt. Það má segja að það vanti meiri umfjöllun um innanríkismál í forsetatíð hans. Ég tel greinina þó standast viðmið um gæðagreinar eins og hún stendur, enda þarf gæðagrein ekki að vera með tæmandi umfjöllun um efni sitt. --Bjarki (spjall) 11. febrúar 2025 kl. 10:51 (UTC)
Vigdís Finnbogadóttir
[breyta frumkóða]Dagsetning: 19-01-2025
TKSnaevarr tilnefnir greinina Vigdís Finnbogadóttir:
Ítarleg grein með mikið af heimildum og mikið af tenglum á ítarefni fyrir fólk sem hefur áhuga á að kynna sér efnið betur.
Umræða
[breyta frumkóða]Samþykkt --TKSnaevarr (spjall) 19. janúar 2025 kl. 20:00 (UTC)
Samþykkt
--Berserkur (spjall) 19. janúar 2025 kl. 20:13 (UTC)
Á móti Greinin er ágætlega skrifuð og hefur þann kost að margir notendur hafa lagt til hennar, en yfirbragð greinarinnar getur varla talist hlutlaust þar sem það er víða í upphafningarstíl. Inngangurinn er mjög snubbóttur. Ekkert er minnst á Magnús Magnússon og raunar mjög lítið fjallað um feril Vigdísar fyrir og eftir forsetakjör. Í greininni um forsetatíð er mynd af henni og Reagan, en ekkert minnst á heimsatburðinn sem myndinni tengist. Ekkert er fjallað um samstarf Vigdísar við fjóra forsætisráðherra, deilur um verkfall flugfreyja o.s.frv. Í lok greinarinnar er svo listi af tenglum sem ekki eru tengdir við neitt í greininni, heldur standa sem ótengt "ítarefni". --Akigka (spjall) 21. janúar 2025 kl. 14:54 (UTC)
Vilmundur Gylfason (endurmat)
[breyta frumkóða]Dagsetning: 20-01-2025
Snævar tilnefnir greinina Vilmundur Gylfason til endurmats:
Lágt hlutfall af tilvísunum í heimildir samanborið við aðrar greinar. Prófmál.
Umræða
[breyta frumkóða]Afskrá --Snævar (spjall) 20. janúar 2025 kl. 01:03 (UTC)
Hlutlaus Það væri frekar lítið mál að bæta þessa hnökra með því að bera greinina saman við bókina sem hún byggir á og bæta við fleiri tilvísunum. Ég myndi frekar vilja taka það að mér en að afskrá hana strax. TKSnaevarr (spjall) 21. janúar 2025 kl. 11:30 (UTC)
- Það hvarflaði að mér að bókin gæti haft einhverjar fleiri heimildir, en í ljósi þess að það eru nú þegar tilgreind blaðsíðutöl þar sem munurinn á milli minnsta blaðsíðutalsins og þess hæsta er 258 blaðsíður þá finnst mér það ólíklegt. Snævar (spjall) 21. janúar 2025 kl. 17:50 (UTC)
- Er samt ekki dálítið stór veikleiki að byggja svo mikið á einni heimild eins og gert er í þessari grein? Bjarki (spjall) 21. janúar 2025 kl. 17:53 (UTC)
Afskrá Eftir á að hyggja er ég sammála Bjarka um að það þyrfti að bæta við fleiri heimildum auk þess að fjölga tilvísunum í bókina. TKSnaevarr (spjall) 23. janúar 2025 kl. 21:40 (UTC)
Bandaríkin
[breyta frumkóða]Dagsetning: 20-01-2025
Snævar tilnefnir greinina Bandaríkin:
Tillaga var lögð fram stuttu eftir tilvist gæðagreina og hafnað á grundvelli skorts á köflunum efnahag, stjórnmál, landfræði, lýðfræði og menningu. Allir þessir kaflar eru nú til staðar.
Umræða
[breyta frumkóða]Samþykkt --Snævar (spjall) 20. janúar 2025 kl. 01:14 (UTC)
Á móti Mér finnst vanta umfjöllun um sögu landsins síðasta aldarfjórðunginn. Sögukaflinn stoppar eftir að stuttlega er minnst á Íraksstríðið, en það hefur ansi margt gerst síðan þá, og landið að sumu leyti gerbreytt. TKSnaevarr (spjall) 21. janúar 2025 kl. 11:37 (UTC)
Á móti Það vantar mikið í bæði sögukaflann og landfræðikaflann til að þeir geti talist fullnægjandi yfirlit (og þar er ekkert vísað í heimildir). --Akigka (spjall) 21. janúar 2025 kl. 14:57 (UTC)
Sun Myung Moon
[breyta frumkóða]Dagsetning: 22-01-2025
TKSnaevarr tilnefnir greinina Sun Myung Moon:
Nokkuð ítarleg lýsing á ævi og störfum áhugaverðrar persónu sem fleiri mættu þekkja.
Umræða
[breyta frumkóða]Samþykkt --TKSnaevarr (spjall) 22. janúar 2025 kl. 16:00 (UTC)