Hjálp:Snið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Snið eru notuð til þess að búa til samræmt útlit á hluti sem eru notaðir á mörgum stöðum. Í stað þess að þurfa að breyta upplýsingum og útliti á mörgum stöðum er nóg að breyta sniðinu sjálfu. Dæmi um snið er Snið:Stubbur.

Snið taka stundum við gildum sem að eru þá notuð til að sérhæfa sniðið. Til að bæta við gildum er notað táknið ‚|‘ til að skilja á milli þeirra. Oftast nær eru gildin númeruð og þarf þá að nefna þau í einni runu td.

{{Fallbeyging|Hundur|Hundar|Hund|Hundum|...}} 

Í sumum tilfellum eru gildin nefnd og þarf þá að nota formið nafn=gildi til að aðgreina þau. Dæmi:

{{Fyrirtæki|nafn=Mjólkursamsalan|mynd=[Mynd:Mjólkursamsalan.png]|...}}

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]