Wikipedia:Bann
Útlit
Bann veldur því að notandi eða vistfang getur ekki breytt neinum síðum á Wikipedíu, yfirleitt að eigin spjallsíðu undanskilinni. Bann getur varað í mislangan tíma.
Möppudýr geta bannað notendur eða vistföng sem fótumtroða stefnur Wikipedíu. Tímalengd banns veltur á fjölda og alvarleika brota. Vistföng fá oft styttri bönn þar sem þau geta verið í notkun á almenningsnetum (t.d. á bókasöfnum eða skólum) og því ekki víst að sami aðilinn sé á bak við allar breytingarnar.
Banni er yfirleitt beitt vegna alvarlegra eða ítrekaðra brota. Ef notandi ákveður að mótmæla banni (á eigin spjallsíðu) er þess vænst að hann virði úrskurð möppudýra og forðist að lengja umræðuna um málið.