Fara í innihald

Hjálp:Að vakta síður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þetta fjögurra mínútna langa myndband útskýrir gagnsemi „nýlegra breytinga“ og vaktlista.

Vaktlistinn er tæki sem auðveldar þér að fylgjast með breytingum á síðum á þínu áhugasviði (og fylgjandi spjallsíðum) og þannig viðhalda gæðum Wikipediu. Þú bætir nýjum siðum á vaktlistann þinn með því að smella á stjörnuna vinstra megin við leitarkassann efst á síðunni. Í hvert skipti sem þú breytir síðu getur þú einnig hakað við „Vakta þessa síðu“ áður en þú vistar, það er sjálfgefið val þegar þú ert að stofna nýja síðu. Það er einnig hægt að breyta listanum í heild. Venjulegir notendur eða möppudýr geta ekki séð hvað þú hefur sett á vaktlistann þinn.

Þegar þú vilt skoða vaktlistann þá smellir þú á hlekkinn uppi hægra megin. Þá færðu listann raðaðan eftir nýlegustu breytingum. Sú grein á vaktlistanum sem síðast var breytt er efst. Við hverja breytingu getur þú smellt á „breyting“ og séð nákvæmlega hverju var breytt á síðunnu á milli útgáfa. Eldri útgáfan er vinstra megin á skjánum en sú yngri hægra meginn og rautt letur sýnir hvar breytingar hafa verið gerðar. Ef til vill var þessi breyting ekki til bóta. Þá ættir þú að taka breytinguna til baka með þar til gerðum möguleika. Þetta eftirlit þitt og annarra notenda með síðum alfræðiritsins er það sem helst viðheldur gæðum þess og vaktlistinn getur verið mikilvægt verkfæri í þeirri baráttu.