Fara í innihald

Wikipedia:Um verkefnið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Wikipedia:Um)
Þetta er kynningarsíða um Wikipediu. Jafnframt má finna grein í alfræðiritinu um Wikiediu.
  Íslenska Wikipedia í hnotskurn
  • Wikipedia keyrir á MediaWiki útgáfu 1.43.0-wmf.26 (a37de05).
  • Hún hefur 59.103 alfræðigreinar og 153.682 síður í heildina.
  • Gerðar hafa verið 1.876.964 breytingar.
  • Það eru 3.242 skrár geymdar hér.
  • Það eru 101.011 skráðir notendur,
  • Þessar upplýsingar miðast við 08:30, 11 október 2024 (UTC)
  • Uppfæra

Wikipedia er fjöltyngdur og frjáls alfræðivefur á vegum Wikimedia-stofnunarinnar sem allir geta breytt. Nafnið Wikipedia er samsetning orðanna wiki (havaíska. snögg) og encyclopedia (e. alfræðirit). Greinar Wikipediu tengjast innbyrðis með tenglum sem lesendur geta fylgt til að fá nánari skýringar á hugtaki sem kemur fyrir í textanum.

Wikipedia er samvinnuverkefni sjálfboðaliða af internetinu sem margir eru nafnlausir. Hver sem er með internettengingu getur skrifað grein á Wikipediu eða breytt efni sem er þar fyrir nema í undantekningartilfellum þar sem breytingar eru takmarkaðar til að koma í veg fyrir skemmdarverk. Höfundar Wikipediu geta skrifað nafnlaust, undir notendanafni sem þeir velja sér eða gefið upp fullt nafn.

Leiðarljós Wikipediu eru máttarstólparnir fimm. Samfélagið í kringum Wikipediu hefur þróað með sér frekari reglur og stefnumál með það markmið að bæta alfræðiritið en það er ekki skilyrði að þekkja þær allar áður en byrja er að skrifa fyrir Wikipediu.

Frá stofnun sinni árið 2001 hefur Wikipedia stækkað hratt og er nú orðin einn vinsælasti uppflettivefurinn á netinu. 470 milljónir gesta heimsóttu vefinn í febrúar 2012. Virkir höfundar eru ríflega 77.000 og greinarnar eru ríflega 22.000.000 á 285 tungumálum. 59.103 þeirra eru á íslensku en íslenska útgáfan hóf göngu sína 5. desember 2003.

Óháð aldri eða bakgrunni þá geta allir bætt við og breytt efninu hér, sett inn myndir eða annað margmiðlunarefni og bætt við vísunum til heimilda. Þú þarft ekki að framvísa prófskírteini eða sanna kunnáttu þína að öðru leyti. Framlög til Wikipediu standa eða falla á eigin forsendum og að sjálfsögðu er heilmikið grisjað úr sem ekki fellur að reglum vefsins, t.d. efni sem ekki er stutt áreiðanlegum heimildum, efni sem háð er takmörkunum höfundaréttar eða umdeilanleg umfjöllun um lifandi einstaklinga. Engin hætta er á því að breyting á síðu á Wikipediu skemmi vefinn. Hugbúnaður hans gerir það auðvelt að taka til baka breytingar og margir notendur vaka yfir breytingunum og tryggja að breytingar séu almennt til bóta. Smelltu einfaldlega á „breyta“ á einhverri breytanlegri síðu til þess að byrja.

Ólíkt prentuðum alfræðiorðabókum þá er Wikipedia síbreytilegt samvinnuverk sem er í stöðugri uppbyggingu. Greinar verða gjarnan til um fréttnæma viðburði nokkrum mínútum eftir að þeir verða opinberir en ekki eftir marga mánuði eða ár. Greinar hafa tilhneigingu til þess að vaxa og komast í meira jafnvægi eftir því sem þær eldast en nýjar greinar eru líklegri til þess að innihalda staðreyndavillur, hlutdræga umfjöllum eða skemmdarverk. Gott er að hafa þetta í huga þegar trúverðugleiki umfjöllunar á Wikipediu er metinn.

Það sem Wikipedia er ekki afmarkar það hvað á heima á Wikipediu og hvað ekki. Algengar spurningar veita frekari upplýsingar og Hjálp:Efnisyfirlit leiðir þig áfram ef þú vilt læra að breyta Wikipediu.