Wikipedia:Grein mánaðarins/02, 2019
Útlit
Desembristauppreisnin var gerð í rússneska keisaradæminu þann 26. desember árið 1825. Í uppreisninni leiddu rússneskir herforingjar um það bil 3.000 hermenn til þess að mótmæla valdatöku Nikulásar 1. Rússakeisara eftir að eldri bróðir hans, Konstantín, afsalaði sér tilkalli sínu til krúnunnar. Þar sem uppreisnin var gerð í desember voru uppreisnarmennirnir kallaðir desembristar.
Hersveitir sem héldu tryggð við Nikulás börðu niður uppreisnina á Péturstorgi í Sankti Pétursborg. Árið 1925 breyttu sovésk stjórnvöld nafni torgsins í Desembristatorg til þess að fagna hundrað ára afmæli uppreisnarinnar. Árið 2008 var nafni torgsins aftur breytt í upprunalegt horf og það kallað Þingtorgið.