Konstantín Pavlovítsj stórhertogi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málverk af Konstantín.

Konstantín Pavlovítsj (rússneska: Константи́н Па́влович; f. 8 maí 1779 – d. 27. júní 1831) var stórhertogi í Rússlandi. Hann var næstelsti sonur Páls 1. Rússakeisara og því var búist við að hann myndi taka við keisaratigninni þegar elsti bróðir hans, Alexander 1. Rússakeisari, lést árið 1825. Konstantín hafði þá hins vegar afsalað sér tilkalli til keisarakrúnunnar eftir að hann kvæntist Jóönnu Grudzińsku, pólskri konu sem ekki var af konungaættum. Eftir að Alexander lést var Konstantín viðurkenndur meðal sumra rússneskra hirð- og hermanna sem keisari í um 25 daga en þá tók yngri bróðir hans, Nikulás 1. Rússakeisari, við tigninni. Ágreiningurinn um það hvort Konstantín eða Nikulás skyldi verða keisari leiddi til desembristauppreisnarinnar árið 1825.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.