Wikipedia:Gæðagreinar/Bernt Michael Holmboe
Bernt Michael Holmboe (fæddur 23. mars 1795, dáinn 28. mars 1850) var norskur stærðfræðingur. Hann var stærðfræðikennari stóran hluta ævi sinnar og er þekktastur fyrir að hafa uppgötvað snillinginn Niels Henrik Abel og verið einn af þeim sem hjálpuðu honum að komast áfram í námi. Einnig lagði hann mikið af mörkum til stærðfræðikennslu og eru í dag veitt verðlaun í hans nafni til stærðfræðikennara sem þykir hafa aukið veg stærðfræðikennslu í sínum skóla.
Bernt Michael Holmboe fæddist 23. mars árið 1795 í sveitarfélaginu Vang í Noregi og voru foreldrar hans þau Jens Holmboe og Cathrine Holst. Hann bjó ásamt átta systkinum á kirkjustaðnum Eidsberg fyrstu ár ævi sinnar. Fimmtán ára var hann sendur í menntaskóla til Kristjaníu. Hann útskrifaðist þaðan árið 1814 eftir fjögurra ára nám og eyddi næsta árinu með fjölda stúdenta í pólitískri baráttu gegn herliði Svía sem hafði ráðist inn í Noreg þetta sama ár.
Lesa áfram um Bernt Michael Holmboe...