Bernarsamningurinn um vernd villtra dýra, plantna og vistgerða í Evrópu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bernarsamningurinn um vernd villtra dýra, plantna og vistgerða í Evrópu er alþjóðasamningur um náttúruvernd í Evrópu og nokkrum Afríkuríkjum. Samningurinn var samþykktur 19. september 1979 og tók gildi 1. júní 1982. Hann tekur sérstaklega til búsvæða, tegunda í útrýmingarhættu og farfugla og annarra flökkustofna.

Ísland gerðist aðili að samningnum árið 1993.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.