Fara í innihald

Vaxblómaætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vaxblómaætt
Dvergvaxblóm (Hoya lanceolata ssp. bella)
Dvergvaxblóm (Hoya lanceolata ssp. bella)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Magnoliopsida (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Gentianales
Ætt: Apocynaceae
Undirætt: Asclepiadoideae
Ættflokkur: Marsdenieae
Ættkvísl: Hoya
R.Br.
Valdar tegundir
Samheiti
  • Centrostemma Decne.
  • Otostemma Blume
  • Schollia J.Jacq.

Vaxblómaætt (fræðiheiti: Hoya), eða postulínsblóm er ættkvísl í ættinni Apocynaceae sem samanstendur af 200 til 300 tegundum með útbreiðslu í hitabeltinu. Þær eru upphaflega frá suðaustur Asíu, Ástralíu og Nýju Guineu.

Ættkvíslin er nefnd eftir grasafræðingnum Thomas Hoy.

Þetta eru sígrænar klifurplöntur eða runnar, sem geta verið á milli 1 til 50m langar. Flestar tegundirnar eru ásetar. Þær eru með einföld, gagnstæð blöð sem eru yfirleitt nokkuð þykk. Blöð margra tegunda eru með smáa, óreglulega hvítsilfraða flekki. Blómin eru í klösum á undum 1 til 20 sm langra spora. Stærð blómanna er breytilegur, frá nokkrum millimetrum, upp í 8 sm í þvermál. Blómin eru fimmskift og eru í öllum litum nema bláum, þau eru með lítið bikarblað með kirtil við stofninn. Krónan er kjötkennd, með gleiða, aftursveigða eða klukkulaga flipa og allar tegundirnar eru með áberandi aukakrónu sem glansar jafnvel eftir þurrkun. Blóm margra tegundanna ilma, og er það mismunandi (eins og tyggjó, rjómakaramella, ilmvatn, gardenía, sítrus og fl.) og mynda sumar svo mikið af nektar að það lekur meðan aðrar hvorki ilma eða leka.

Margar tegundanna eru algengar stofuplöntur, en helst eru það kínavaxblóm (H. carnosa) og lensuvaxblóm (H. lanceolata subsp. bella).

Ættkvíslin líkist og er skyld Dischidia sem er þó með vasalaga blóm og minna áberandi aukakrónu sem ekki glansar eftir þurrkun.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]