Fara í innihald

Tyggigúmmí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tyggjó)
Sykurlaust tyggigúmmí

Tyggigúmmí (eða jórturgúmmí, tyggjó) er sérstök tegund sælgætis sem er ætlað til að tyggja lengi, og er tuggið án þess að því sé kyngt. Tyggigúmmi innihalda jafnan einhvers konar gúmmí, mýkingarefni, sætuefni og bragðefni. Það gúmmi sem notað er í tyggjó er eitthvert næringarsnautt, ómeltanlegt efni sem leysist ekki upp í vatni. Til forna var það trjákvoða en núna er það vanalega gervigúmmí.

Orð höfð um tyggigúmmí á íslensku

[breyta | breyta frumkóða]

Tyggigúmmí hefur stundum einnig verið nefnt togleðurstugga [1] á íslensku eða jórturleður [2]. Og í íslensku slangri hefur tyggigúmmí stundum verið nefnt mellufóður. Innflutningur á tyggigúmmí var bannaður á árunum eftir seinni heimsstyrjöld, og var þá ein helsta smyglvaran frá Bandaríkjunum ásamt nýlonsokkum. Á þeim árum var tyggigúmmí kallað gúm af æsku landsins.

Tilvitnanir

[breyta | breyta frumkóða]
Hér læra svírar og bök sig að beygja
og burgeisar viljann að seigja, —
svo glaðzt er við glataðan sauð.
En enginn tælist af orðum um jöfnuð,
auður og fátækt á hvort sinn söfnuð.

Æpandi þröngvanna gróðagrip
á gjaldsins alvald dáðist ég að þar.
Á Blámanna-urmulsins yzta jaðar
hver einasti munnur var lekandi hrip.
Og jórturleðrið er jaxlað hraðar
í Jórvík nýju en annarstaðar.
 
Fimmtutröð, kvæði eftir Einar Benediktsson[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2016. Sótt 12. júlí 2008.
  2. „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2016. Sótt 12. júlí 2008.
  3. Morgunblaðið 1995
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.