Notandi:Ninaisrichter
Nína Richter (Jónína Guðrún Eysteinsdóttir) er fjölmiðla- og tónlistarkona fædd í Reykjavík árið 1986. Hún hefur starfað við menningarumfjöllun frá árinu 2015 og gegndi starfi vefumsjónarmanns á ruv.is og menningarrýnis á Rás 1 á RÚV á árunum 2016 - 2019. Hún hefur einnig ritað pistla fyrir Fréttatímann og The Reykjavík Grapevine. Þá starfaði hún sem kvikmyndagagnrýnandi á Rás 2 og sinnti ýmsum kvikmyndatengdum verkefnum fyrir RÚV, svosem umfjöllun um kvikmyndahátíðir heima og erlendis. Hún var ritstjóri songvakeppnin.is, vefsíðu íslensku Eurovision-forkeppninnar árið 2018, og gegndi starfi verkefnastjóra samfélagsmiðla RÚV í afleysingum sama ár.
Námsferill
[breyta | breyta frumkóða]Nína stundaði nám á fjölmiðlabraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en færði sig síðar yfir í Menntaskólann á Akureyri. Þaðan fór hún í Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún flutti næst til Reykjavíkur og hóf nám í Iðnskólanum í Reykjavík (nú: Tækniskólinn). Hún lærði handritagerð og kvikmyndaleikstjórn við Kvikmyndaskóla Íslands og lauk þaðan námi 2012. Hún hóf nám í sagnfræði við Háskóla Íslands haustið 2012 en gerði hlé á náminu vegna barneigna. Hún sneri aftur til náms við háskólann haustið 2020.
Hún hóf nám í ljósmyndun við Ljósmyndaskólann 2019, en hafði fram að því sett upp eina ljósmyndasýningu (Veitingastaðurinn Babalú í Reykjavík í apríl - maí 2006). Hún hélt ljósmyndasýningu á Akureyri yfir verslunarmannahelgina 2020 þar sem hún ljósmyndaði Klais-orgel Hallgrímskirkju að innan.
Tónlistarferill
[breyta | breyta frumkóða]Nína lærði tónfræði og hljóðfæraleik við Tónlistarskóla Grafarvogs á árunum 1995-2001. Hún hefur síðan skapað sér feril sem atvinnusöngkona og starfað sem slík í Reykjavík og í Salzburg. Í seinni tíð hefur hún sungið helst við útfarir og starfað sem lagahöfundur. Nína hefur samið fjölda laga og texta. Hún hefur samið fyrir söngvarann Eyþór Inga Gunnlaugsson og Lay Low sem kom út um verslunarmannahelgina árið 2020. Það er popplagið Aftur heim til þín en Nína er einn höfundur texta og annar höfundur lags, ásamt tónlistarmanninum Baldri Hjörleifssyni. Lagið náði toppi vinsældarlista á Bylgjunni í september 2020.
Önnur verkefni
[breyta | breyta frumkóða]Nína gaf út nóvellu, skáldsöguna Pólskipti hjá bókaútgáfunni Nykri árið 2006, undir höfundarnafninu Nína Salvarar. Hún hélt úti bloggsíðunni skrifandi.blogspot.com þar sem hún ritaði daglega pistla á árunum 2004-2010.
Nína bjó á Spáni árin 2008-2009. Hún bjó í Alcobendas á vegum sjálfboðaliðasamtaka Evrópusambandsins, EVS. Hún flutti síðar til smábæjarins Ciempozuelos norðan við Madrid í byrjun árs 2009.
Nína er búsett í Reykjavík. Hún er í sambúð með Kristjáni Hrannari Pálssyni tónlistarmanni og saman eiga þau tvö börn.