Fara í innihald

Kvikmyndaskóli Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kvikmyndaskóli Íslands er íslenskur skóli þar sem hreyfimyndagerð fyrir ýmsa miðla er kennd. Skólinn er einkaskóli og var stofnaður 1992. Fram að 2000 voru þó einvörðungu haldin námskeið í nafni skólans en hann starfaði ekki sem slíkur. Skólinn er í eigu Böðvars Bjarka Péturssonar og fjölskyldu hans. Rektor er Friðrik Þór Friðriksson.

Árið 2002 flutti skólinn í fyrrverandi húsnæði Sjónvarpsins við Laugaveg. Þar er myndver og betri aðstaða til kennslu og náms en skólinn hafði áður haft. Skólinn fékk viðurkenningu frá menntamálaráðuneytinu 2003 til að starfa á framhaldsskólastigi. Þá var hægt að bjóða upp á tveggja ára heildstætt nám og útskrifuðust fyrstu nemendurnir í febrúar 2005. Skólinn tekur inn 12 nemendur á hverja braut á önn. Inntökuskilyrði er stúdentspróf eða sambærileg menntun.

Skólinn er staðsettur að Suðurlandsbraut 18.

Skólinn býður upp á nám á fjórum sérsviðum

  • Leikstjórn og framleiðsla
  • Skapandi tækni
  • Handrit og leikstjórn
  • Leiklist

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.