Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun er ríkisstofnun sem starfar samkvæmt sérstökum lögum nr. 90/2002. Hlutverk hennar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]22. mars 2002 fékk Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra samþykki í ríkisstjórn Íslands fyrir því að leggja fram frumvarp um nýja stofnun[1], Umhverfisstofnun sem sameinaði verkefni þriggja stofnana og tveggja ráða:
Frumvarpið var samþykkt þann 3. maí 2002 á Alþingi[2]. Auglýst var eftir forstjóra 4. júní 2002[3] sem skyldi gegna embætti frá 1. ágúst 2002 til 5 ára. Stofnunin hóf störf 1. janúar 2003.
Rannsóknarstofa Umhverfisstofnunar rann inn í opinbera hlutafélagið Matís ohf 1. janúar 2007. Matvælasvið Umhverfisstofnunar rann inn í nýja stofnun, Matvælastofnun 1. janúar 2008.
Umhverfisstofnun verður skipt upp þann 1. janúar 2025 og mun sá hluti hennar sem tengist náttúruvernd, friðlýsingum og lífríkismálum renna inn í nýja Náttúruverndarstofnun. Aðrir hlutar Umhverfisstofnunar munu renna inn í nýja Umhverfis- og orkustofnun.
Forstjórar
[breyta | breyta frumkóða]- Davíð Egilsson, 2002-2007
- Ellý Katrín Guðmundsdóttir 2007-2008
- Kristín Linda Árnadóttir 2008-2019
- Sigrún Ágústsdóttir 2019-2024
- Auður H. Ingólfsdóttir 2024