Háskerpusjónvarp
Útlit
(Endurbeint frá HDTV)
Háskerpusjónvarp, alþjóðlega táknað HDTV (enska High-Definition Television), er stafræn sjónvarpstækni, sem býður upp á betri upplausn en hefðbundin sjónvörp, s.s. NTSC, SECAM og PAL. Flest slík sjónvörp eru breiðtjalda. Skammstöfunin HDTV er notuð jöfnum höndum um framsetningu háskerpumynda og sjónvarpstækin sem notast við háskerputækni. Upplausnin er allt að tífalt betri en í öðrum tækjum og myndlínurnar helmingi fleiri.