Jafnréttisstofa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Jafnréttisstofa er íslensk ríkisstofnun sem heyrir undir félagsmálaráðherra. Jafnréttisstofa annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála á Íslandi í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000. Jafnréttisstofa hefur eftirlit með því að lögum um jafnrétti kynjanna sé framfylgt og sinnir ráðgjöf og fræðslu á þessu sviði.

Jafnréttisstofa var stofnuð á Akureyri í september 2000. Þá var miðstöð jafnréttismála á vegum ríkisins flutt frá Reykjavík til Akureyrar og Skrifstofa jafnréttismála sem staðsett var í Reykjavík lögð niður. Valgerður H. Bjarnadóttir var framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu til ársins 2003 en þá tók Margrét María Sigurðardóttir við. Margrét María Sigurðardóttir lét af störfum sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu 1. júlí 2007, en þá tók hún við embætti umboðsmanns barna. Kristín Ástgeirsdóttir var skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu til fimm ára þann 1. september 2007.

Bent hefur verið á að í Jafnréttisráði hafa oftsinnis verið konur í miklum meirihluta og þykir það skjóta skökku við markmiðum stofnunarinnar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.