Fara í innihald

Tryggingastofnun ríkisins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tryggingastofnun)

Tryggingastofnun ríkisins ( TR ) er opinber stofnun íslenska ríkisins sem heyrir undir Velferðarráðuneytið. Hlutverk hennar að annast framkvæmd almannatrygginga. Tryggingastofnun starfar samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 og lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007. Forstjóri annast stjórn stofnunarinnar en einstök svið sjá um afgreiðslu og þjónustu.

Verkefni stofnunarinnar felast meðal annar í því að sjá um lífeyrismál eldri borgara og öryrkja, endurhæfingarmál og félagslega aðstoð.

Núverandi (2021) forstjóri Tryggingastofnunar er Sigríður Lillý Baldursdóttir, sem tók við embættinu 2007.[1] Forstjóri er skipaður af velferðarráðherra.

Tryggingastofnunin var upphaflega stofnuð 1936 þegar fyrstu lög um almannatryggingar (Alþýðutryggingalögin) voru sett.

  1. „Sigríður Lillý Baldursdóttir nýr forstjóri TR“. www.mbl.is. Sótt 22. október 2021.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.