The Glee Project
The Glee Project er bandarískur raunveruleikaþáttur sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Oxygen. Þættirnir eru áheyrnarprufur fyrir eitt sjö þátta gestahlutverk á Glee. Þættirnir áttu upprunalega að hefja sýningu seint í maí 2011 en voru seinkaðir um mánuð og hófu sýningu þann 12. júní 2011. Framleiðendur Glee, Ryan Murphy og Dante Di Loreto, eru einnig framleiðendur þessa þátta, og forstjóri leikaravals á Glee, Robert Ulrich, valdi þáttakendurna.[1][2]
Ferli
[breyta | breyta frumkóða]Í hverjum þætti af The Glee Project er eitt af svokölluðum kjarnaefnum sem leikararnir í Glee þurfa að hafa kennt þáttakendum og eiga þeir að reyna að ná tökum á því í þeirri viku.
Heimavinnan Í byrjun vikunnar fá þáttakendur „heimavinnu“ þar sem þeir þurfa að læra ákveðið lag sem er alltaf tengt þema vikunnar. Í byrjun hvers þáttar flytja þáttakendur þeirra hluta af laginu fyrir framan einhvern leikara úr Glee. Sá sem dómaranum lýst best á fær einkatíma hjá dómaranum sem hjálpar honum eða henni með kjarnaefni vikunnar og hlýtur einnig aðalhlutverkið í tónlistarmyndbandi vikunnar.
Tónlistarmyndband Þáttakendur búa svo til tónlistarmyndband með einhverju lagi sem flutt hefur verið á Glee. Í undirbúningi fyrir myndbandið þá eru þáttakendur sendir í hljóðver þar sem söngkennarinn Nikki Anders hjálpar þeim. Þau læra svo danssporin sín með Zach Woodlee eða Brook Lipton og fylgist Robert Ulrich strangt með öllu ferlinu.
Síðasta séns flutningar Eftir að myndbandinu er lokið velja Robert Ulrich og Zach Woodlee þá þrjá keppendur sem stóðu sig verst í vikunni og er hverjum keppanda úthlutað lag sem þeir þurfa að flytja fyrir Ryan Murphy og mun hann ákveða, með hjálp frá Ulrich og Woodlee, hvaða keppandi verður sendur heim. Eftir flutning fara þáttakendur aftur inn í húsið þeirra og bíða þess að listinn sem segir hvaða keppandi hefur verið sendur heim er birtur. Sá keppandi sem er sendur heim fær svo að syngja lag Avril Lavignes Keep Holding On í lok þáttsins.
Þáttakendur
[breyta | breyta frumkóða]Nafn | Aldur | Heimafylki/Heimaland | Árangur | Send/ur heim | Heimild |
---|---|---|---|---|---|
Alex Newell | 18 | Massachusetts | Enn í keppni | [3] | |
Damian McGinty, Jr. | 18 | Norður-Írland | Enn í keppni | [4] | |
Lindsay Pearce | 19 | Kalifornía | Enn í keppni | [5] | |
Samuel Larsen | 19 | Kalifornía | Enn í keppni | [6] | |
Hannah McIalwain | 19 | Norður-Karólína | Send heim | 7. ágúst 2011 | [7] |
Cameron Mitchell | 21 | Texas | Sendur heim | 31. júlí 2011 | [8] |
Marissa von Bleicken | 19 | New York | Send heim | 24. júlí 2011 | [9] |
Matheus Fernandes | 19 | Georgía | Sendur heim | 17. júlí 2011 | [10] |
McKynleigh Abraham | 19 | Kentucky | Send heim | 10. júlí 2011 | [11] |
Emily Vásquez | 22 | New York | Send heim | 26. júní 2011 | [12] |
Ellis Wylie | 18 | Illinois | Send heim | 19. júní 2011 | [13] |
Bryce Ross-Johnson | 22 | Kalifornía | Sendur heim | 12. júní 2011 | [14] |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ http://www.facebook.com/note.php?note_id=191579790868205
- ↑ http://thegleeproject.oxygen.com/about-thegleeproject#fbid=pamDtDDcF4w
- ↑ „Meet Alex“. thegleeproject.oxygen.com. 12. júní, 2011. Sótt 20. ágúst, 2011.
- ↑ „Meet Damian“. thegleeproject.oxygen.com. 7. júní 2011, 2011. Sótt 20. ágúst, 2011.
- ↑ „Meet Lindsay“. thegleeproject.oxygen.com. 7. júní, 2011. Sótt 20. júní, 2011.
- ↑ „Meet Samuel“. thegleeproject.oxygen.com. 7. júní, 2011. Sótt 20. ágúst, 2011.
- ↑ „Meet Hannah“. thegleeproject.oxygen.com. 7. júní, 2011. Sótt 20. ágúst, 2011.
- ↑ „Meet Cameron“. thegleeproject.oxygen.com. 7. júní, 2011. Sótt 20. ágúst, 2011.
- ↑ „Meet Marissa“. thegleeproject.oxygen.com. 7. júní 2011, 2011. Sótt 20. ágúst, 2011.
- ↑ „Meet Matheus“. thegleeproject.oxygen.com. 7. júní, 2011. Sótt 20. ágúst, 2011.
- ↑ „Meet McKynleigh“. thegleeproject.oxygen.com. 7. júní, 2011. Sótt 20. ágússt, 2011.
- ↑ „Meet Emily“. thegleeproject.oxygen.com. 7. júní, 2011. Sótt 20. ágúst, 2011.
- ↑ „Meet Ellis“. thegleeproject.oxygen.com. 7. júní, 2011. Sótt 20. júní, 2011.
- ↑ „Meet Bryce“. thegleeproject.oxygen.com. 7. júní, 2011. Sótt 20. ágúst, 2011.