The Avengers (kvikmynd frá 2012)
The Avengers | |
---|---|
Leikstjóri | Joss Whedon |
Handritshöfundur | Joss Whedon (handrit og saga) Zak Penn (saga) |
Framleiðandi | Kevin Feige |
Leikarar | Robert Downey, Jr. Chris Evans |
Frumsýning | 4. maí 2012 27. apríl 2012 |
Tungumál | Enska |
Ráðstöfunarfé | $220.000.000[1] |
Heildartekjur | $1.518.812.988[2] |
Undanfari | Iron Man, Iron Man 2, The Incredible Hulk, Thor, Captain America: The First Avenger |
The Avengers er bandarísk ofurhetjumynd sem framleidd er af Marvel og er gefin út af Walt Disney-fyrirtækinu. Myndin er leikstýrð af Joss Whedon og er byggð á samnefndum myndasögum þar sem margar ofurhetjur hittast og berjast hlið við hlið. Í myndinni fer samleikshópur með aðalhlutverkin í myndinni en þar á meðal eru Robert Downey, Jr., Chris Evans, Chris Hemsworth, Tom Hiddleston, Samuel L. Jackson, Scarlett Johansson, Jeremy Renner, Mark Ruffalo og Cobie Smulders. Myndin segir frá Nick Fury, forstjóra friðarsveitarinnar SKJALDAR sem skráir ofurhetjur í lið til þess að bjarga jörðinni frá tortímingu. Undirbúningur á myndinni hófst í apríl árið 2005 og átti upprunalega að vera frumsýnd í júlí 2011. Ákveðið var að framleiða myndir fyrir aðalpersónur myndarinnar til þess að kynna áhorfendum fyrir þeim og voru þess vegna kvikmyndirnar Iron Man, Iron Man 2, The Incredible Hulk, Captain America: The First Avenger og Thor framleiddar. Í mars 2009 samþykkti Scarlett Johansson að fara með hlutverk Svörtu ekkjunnar og var frumsýningu myndarinnar seinkað til ársins 2012. Tökur hófust í Albuquerque í apríl 2011 og luku í byrjun september.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Þegar leynistofnunin SKJÖLDUR er að vinna með Ofurteninginn opnar hann víddarhlið sem hleypir guðinum Loka til Jarðar. Loki tekur teninginn og tekst að flýja. Nick Fury, forstjóri SKJALDAR neyðist til að endurvirkja Hefnendaverkefnið sem á mynda ofurhetjulið sem samanstendur af Járnmanninum, Kafteini Ameríku, Jötninum og Þór. En egó og vantraust meðlimana þýðir að þeir eru ekki allir tilbúnir að vinna saman. Hefnendurnir eru falla á tíma því Loki ætlar að nota Teninginn til að flytja geimveruherliðið Chitauri til Jarðar.
Persónur og leikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Robert Downey, Jr. sem Tony Stark/Járnmaðurinn
- Chris Evans sem Steve Rogers/Kafteinn Ameríka
- Mark Ruffalo sem Dr. Bruce Banner/Jötuninn
- Chris Hemsworth sem Þór
- Scarlett Johansson sem Natasha Romanoff fulltrúi/Svarta Ekkjan
- Jeremy Renner sem Clint Barton fulltrúi/Haukfránn
- Tom Hiddleston sem Loki
- Samuel L. Jackson sem Nick Fury forstjóri
- Clark Gregg sem Phil Coulson fulltrúi
- Cobie Smulders sem Maria Hill fulltrúi
- Stellan Skarsgård sem Dr. Erik Selvig
- Gwyneth Paltrow sem Pepper Potts
- Paul Bettany sem JARVIS (rödd)
- Alexis Denisof sem The Other