Captain America: The First Avenger

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Captain America: The First Avenger
{{{upprunalegt heiti}}}
Tegund {{{tegund}}}
Framleiðsluland {{{land}}}
Frumsýning Fáni Bandaríkjana 22. júlí 2011
Fáni Íslands 27. júlí 2011
Tungumál enska
Lengd 124 mín.
Leikstjóri Joe Johnston
Handritshöfundur Christopher Markus
Stephen McFeely
Saga rithöfundur
Byggt á {{{byggt á}}}
Framleiðandi Kevin Feige
Leikarar * Chris Evans
Sögumaður {{{sögumaður}}}
Tónskáld {{{tónlist}}}
Kvikmyndagerð {{{kvikmyndagerð}}}
Klipping {{{klipping}}}
Aðalhlutverk
Aðalhlutverk
Íslenskar raddir {{{íslenskar raddir}}}
Fyrirtæki {{{fyrirtæki}}}
Dreifingaraðili {{{dreifingaraðili}}}
Aldurstakmark Bönnuð innan 12
Ráðstöfunarfé $140.000.000 (áætlað)
Undanfari {{{framhald af}}}
Framhald 'The Avengers'
Verðlaun
Heildartekjur {{{heildartekjur}}}
Síða á IMDb

Captain America: The First Avenger er bandarísk ofurhetjumynd frá árinu 2011 sem Joe Johnston leikstýrði og Christopher Markus og Stephen McFeely skrifuðu. Myndin er byggð á samnefndri myndasöguhetju frá Marvel. Chris Evans, Tommy Lee Jones, Hugo Weaving, Sebastian Stan og Dominic Cooper fara með aðalhlutverkin í myndinni sem segir frá Steve Rogers, veikburða manni frá Brooklyn sem er breytt í ofur-hermann að nafni Kafteinn Ameríka til þess að hjálpa bandamönnum í seinni heimstyrjöldinni.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Myndin hefst árið 1942 þegar seinni heimstyrjöldin geisar sem hæst. Hinn smávaxni og veiklulegi Steve Rogers hefur reynt hvorki meira né minna en fimm sinnum að komast í herinn til að berjast fyrir bandaríksu þjóðina en verið hafnað í hvert einasta sinn. Þegar öll sund virðast lokuð opnast nýjar dyr fyrir Steve: að bjóða sig fram í leynilegt hátækniverkefni á vegum hersins þar sem ekki er krafist sömu líkamlegu eiginleika. Það heitir Project: Rebirth, en þegar hann tekur þátt er honum breytt í vöðvastæltann ofurhermann og er fljótt kallaður Kafteinn Ameríka. Hann hefur fljótt uppi á besta vin sínum, Bucky Barnes, og mynda þeir illvígt teymi sem tekur að sér hættulegustu sérverkefnunum í stríðinu, þar á meðal að reyna að ráða niðurlögum Red Skull, yfirmann vopnaþróunar á vegum Adolfs Hitler, en Red Skull hefur sín eigin áform um framgang stríðsins í sína þágu, og spilar þar töfrum gæddur hlutur að nafni Tesseract stórt hlutverk.[1]

Leikendur[breyta | breyta frumkóða]

Veikburða ungur maður sem er breytt í vöðvastæltann ofur-hermann með því að nota tilraunaefni til þess að hjálpa bandamönnum í seinni heimstyrjöldinni.[2] Eftir aðgerðina er hann fullkomlega breyttur og orðinn sterkari, hraðari og fimari heldur en nokkur annar í heiminum, en hann getur slasast. Evans hafði áður leikið ofurhetjunua Human Torch í Fantastic Four-myndunum og hafnaði hlutverkinu þrisvar sinnum áður en hann skrifaði undir sex mynda samning við Marvel. Evans útskýrði afhverju í viðtali: „Ég sagði við vin minn, ‚Ef myndin floppar verð ég í djúpum skít. Ef myndin verður vinsæl verð í í djúpum skít!‘ Ég var svo hræddur. Ég fattaði að ég var næstum því of mikil gunga til þess að leika Kaftein Ameríku“.[3] Hann sagði að persóna hans væri mjög góður gæji og hann hefði leikið hann í hvaða mynd sem er þótt hann væri ekki Kafteinn Ameríka.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]