Fara í innihald

Teitur Örlygsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Teitur Örlygsson
Upplýsingar
Fullt nafn Teitur Örlygsson
Fæðingardagur 9. janúar 1967 (1967-01-09) (57 ára)
Fæðingarstaður    Keflavík, Ísland
Leikstaða Framherji
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1984–1996
1996–1997

1997–2003
Njarðvík
Olympia Larissa
Njarðvík
Landsliðsferill2
Ár Lið Leikir
1986–2000 Ísland 118
Þjálfaraferill
1992–1993
2000–2001
2007–2008
2008–2014
2014–2016
Njarðvík
Njarðvík
Njarðvík
Stjarnan
Njarðvík (Aðstoðarþjálfari)

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður 4. Mars 2019.
2 Landsliðsleikir uppfærðir
4. Mars 2019.


Teitur Örlygsson (f. 9. janúar 1967) er einn sigursælasti körfuknattleiksmaður Íslands frá upphafi. Á árunum 1984-2002 vann hann tíu titla með liði sínu, UMFN.

Teitur lék allan sinn feril með liði UMFN, ef undan er skilinn veturinn 1996-1997, en þá lék hann með Larissa í Grikklandi. Hann lék samtals 405 deildarleiki og skoraði í þeim 6.579 stig, eða 16,2 stig að meðaltali í leik. Mest skoraði hann 21,2 stig að meðaltali, veturinn 1995-1996.

Teitur er handhafi flestra Íslandsmeistaratitla í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, en Agnar Friðriksson, ÍR, vann einnig tíu titla í 1. deild karla, forvera úrvalsdeildarinnar, á árunum 1962-1977.

Titillinn Leikmaður ársins í úrvalsdeild hefur fallið Teiti í skaut fjórum sinnum á ferlinum (1989, 1992, 1996 og 2000), og er hann efstur á þeim lista. Hann var einnig valinn 11 sinnum í úrvalslið úrvalsdeildar, og verður að teljast ólíklegt að nokkur nái að skáka honum þar. Þá var Teitur kjörinn í lið 20. aldarinnar, sem tilkynnt var snemma árs 2001, sem byrjunarliðsmaður.

  Þetta æviágrip sem tengist körfuknattleik er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.