Taylor Momsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Taylor Momsen
Taylor
Taylor
Upplýsingar
FæddTaylor Michel Momsen
26. júlí 1993 (1993-07-26) (30 ára)
Helstu hlutverk
Cindy Lou Who (Þegar Trölli stal jólunum)
Jenny Humphrey (Gossip Girl)

Taylor Michel Momsen (fædd 26. júlí 1993) er bandarísk leikkona, tónlistarmaður og fyrirsæta. Hún leikur persónuna Jenny Humphrey í þættinum Gossip Girl. Hún er einnig þekkt fyrir hlutverk sitt sem Cindy Lou Who í Þegar Trölli stal jólunum og fyrir að vera forsprakki rokkhljómsveitarinnar The Pretty Reckless.

Umfjöllun[breyta | breyta frumkóða]

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Taylor Momsen fæddist í St. Louis í Missouri og er dóttir Collette og Michale Momsen. Þar gekk hún í Our Lady of Lourdes-skólann og bjó í Potomac í Maryland þar sem hún gekk í Herbert Hoover miðskólann. Yngri systir hennar,Sloane Momsen, er líka leikkona. Momsen gekk í Professional Performing Arts menntaskólann (P.P.A.S.) í New York borg. Hún hefur einnig æft dans.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Hún byrjaði að leika þriggja ára, í auglýsingu fyrir Shake 'N' bake. Síðan fékk hún hlutverk í The Prophet's-leiknum. Árið 2000 fékk Taylor hlutverk Cindy Lou Who í myndinni How The Grinch Stole Christmas. Tveimur árum seinna fékk hún hlutverk í tveimur kvikmyndum: Hans og Gréta, þar sem hún lék Grétu, og Spy Kids 2: Eyja Týndra Drauma, þar sem hún lék Alexöndru, dóttur forsetans.

Ferill Taylor stóð tæpt í yfir þrjú ar, þangað til hún fékk aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni Misconceptions en þættirnir voru aldrei sýndir. Árið 2002 söng Momsen lögin Rúdólf með rauða nefið og One Small Voice, með Myru og Camille Winbush fyrir School's Out! Christmas. Momsen lék´i kvikmyndinni Save Shiloh (2006) og Underdog (2007). Hún fór í prufur fyrir aðalhlutverkið í Hannah Montana og var hún meðal þriggja efstu en Miley Cyrus fékk hlutverkið. Síðan 2007 hefur hún leikið Jenny Humphrey í sjónvarpsþáttaröðinni Gossip Girl en þættirnir eru byggðir á samnefndum bókum eftir Cecily von Ziegesar. Áætlað er að Momsen verði fjarverandi stóran hluta 4. þáttaraðarinnar vegna þess að persónan fékk mikinn söguþráð í lok þriðju þáttaraðar.

Í júní 2008, fjórtán ára að aldri, skrifaði Momsen undir samning við IMG-módelskrifstofuna. Í mars 2009 sagði Momsen í viðtali við tímaritið OK! að bandið hennar, The Pretty Reckless hefði nýlega skrifað undir samning við Interscope-plötufyrirtækið. Hún sagði einnig að hún skrifaði öll lögin, syngi og spilaði á gítar á plötunni. Momsen lenti í 76. sæti á lista People yfir 100 fallegasta fólkið.

Taylor við opnun Metropolitan óperunnar 2008

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Taylor Momsen“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2009.

  Þessi leikaragrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.