Gossip Girl (sjónvarpsþáttur)
Gossip Girl | |
---|---|
Tegund | Unglingadrama |
Þróun | Josh Schwartz |
Leikarar | Blake Lively Leighton Meester Penn Badgley Chace Crawford Taylor Momsen Ed Westwick Kelly Rutherford Matthew Settle Jessica Szohr Kaylee DeFer |
Yfirlestur | Kristen Bell |
Upphafsstef | Trancenders |
Tónskáld | Transcenders |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 6 |
Fjöldi þátta | 121 |
Framleiðsla | |
Staðsetning | Efri austur hluti Manhattan (e. Upper East Side), New York, N.Y. |
Lengd þáttar | 39-44 mínútur |
Framleiðsla | Josh Schwartz Stephanie Savage Bob Levy Leslie Morgenstein John Stephens Joshua Safran |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | The CW Stöð 2 |
Myndframsetning | HDTV 1080i |
Sýnt | 19. september 2007 – 17. desember 2012 |
Tímatal | |
Tengdir þættir | Valley Girls (2009) |
Tenglar | |
IMDb tengill |
Gossip Girl er bandarískur unglingadrama þáttur sem er byggður á samnefndum bókaflokki eftir Cecily von Ziegesar. Þátturinn var búinn til af Josh Schwartz og Stephanie Savage og var hann sýndur á CW-sjónvarpsstöðinni 19. september 2007 - 17. desember 2012. Sögumaður þáttanna er hin alvitra Blaðurskjóða (e. Gossip Girl)og talar Kristen Bell fyrir hana. Þættirnir fjalla um líf fordekraðra unglinga sem búa í efri Austurhluta Manhattan í New York borg.
Í upphafi þáttanna snýr vinsælasta stelpan, Serena van der Woodsen (Blake Lively), til baka úr dularfullri dvöl í heimavistarskóla í Cornwall í Connecticut. Blair Waldorf (Leighton Meester) er drottningin í miðju spilsins og er æskuvinkona Serenu ásamt því að vera drottning félagslífs Constance Billard einkaskólans. Þættirnir fylgjast einnig með Chuck Bass (Ed Westwick) sem er vandræðadrengur svæðisins, og vonarstjörnunni Nate Archibald (Chace Crawford) sem er besti vinur Chuck og kærasti Blair til margra ára. Hins vegar hefur samband þeirra verið ótraust síðan Serena hvarf í heimavistarskólann. Aðrar persónur þáttanna eru Dan Humphrey (Penn Badgley); besta vinkona Dans, Vanessa Abrams (Jessica Szohr); og systir Dans, Jenny Humphrey (Taylor Momsen).
Vinsældir Gossip Girl leiddu til nokkurra þátta í sama dúr utan við Bandaríkin. Þættirnir hafa fengið fjölda verðlaunatilnefninga og hafa unnið 18 Teen Choice verðlaun. CW stöðin endurnýjaði Gossip Girl fyrir sjöttu og jafnframt síðustu þáttaröðina þann 11. maí 2012. Lokaþáttaröðin samanstóð af 10 þáttum og fór í loftið þann 8. október 2012 og lauk þann 17. desember 2012.
Framleiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Þróun
[breyta | breyta frumkóða]Upphaflega átti að þróa Gossip Girl bókaflokkinn í kvikmynd með Lindsay Lohan í aðalhlutverki og átti Gilmore Girls framleiðandinn Amy Sherman-Palladino að stjórna verkefninu. Þegar lítið gekk með verkefnið ákváðu Stephanie Savage og Josh Schwartz að taka yfir verkefnið og búa til sjónvarpsþátt. Schwartz byrjaði að vinna að fyrsta þættinum í október 2006 og vildi hann forðast það að gera New York útgáfu af þáttunum The O.C sem hann tók einnig þátt í að framleiða. Einenni allra persónanna byggjast á fyrstu Gossip Girl bókinni.
Framleiðsluteymið
[breyta | breyta frumkóða]Josh Schwartz, framleiðandi The O.C, og höfundurinn Stephanie Savage voru aðalframleiðendur þáttanna. Einnig tóku Bob Levy og Leslie Morgeinstein hjá Alloy Entertainment þátt í framleiðsluferlinu þegar var verið að þróa bækurnar yfir í sjónvarpsþátt. Í kjölfar velgengni þáttanna var John Stephens ráðinn sem framleiðandi, en hann hafði unnið með Schwartz við The O.C.. Joshua Safran vann í fyrstu sem höfundur og ráðgefandi framleiðandi en varð síðar aðstoðarframleiðandi og loks aðalframleiðandi. Í apríl 2014 yfirgaf hann þættina til að vinna við þáttinn Smash á NBC. Sara Goodman tók við starfi hans sem aðalframleiðandi á sjöttu þáttaröðinni. Alexandra Patsavas sem vann með Schwartz við The O.C. sá um tónlistina. Eric Daman var yfir búningadeildinni, en hann hafði áður aðstoðað Patriciu Field við þættina Beðmál í borginni.
Ráðningar
[breyta | breyta frumkóða]Í þáttunum eru níu aðalpersónur og var meginhluti aðalleikaranna ráðinn í febrúar og fram í apríl 2007. Leighton Meester og Blake Lively, sem byrjuðu í áheyrnaprufum í desember 2006, voru ráðnar fyrstar í febrúar og fengu þær meginhlutverk Blair Waldorf og Serenu van der Woodsen. Penn Badgley, sem hafði áður unnið með Stephanie Savage við The Mountain, Taylor Momsen, Chace Crawford, Kelly Rutherford og Connor Paolo fengu einnig hlutverk í þáttunum í mars, sem og Florencia Lozano sem lék í fyrsta þættinum en síðar kom Margaret Colin í hennar stað. Badgley hafði upphaflega hafnað hlutverki Dnas. Leikarar í hlutverk Chuck Bass og Rufus Humphphrey fundust í apríl þegar breski leikarinn Ed Westwick og Matthew Settle voru ráðnir. Westwick las fyrst fyrir hlutverk Nates en var síðar beðinn um að lesa fyrir Chuck. Orðrómur um endi þáttanna Veronica Mars á CW-stöðinni var staðfestur þegar Kristen Bell, aðalleikona þáttanna, talaði inn á Gossip Girl þættina. Jessica Szohr var ráðin til að leika aukahlutverk Vanessu Abrams og fékk fastráðningu eftir fjórtánda þátt fyrstu þáttaraðar. Kaylee DeFer gekk til liðs við leikaraliðið í átjánda þætti fjórðu þáttaraðar og fékk fastráðningu í fimmtu þáttaröðinni.
Eftir lok fjórðu þáttaraðarinnar skildu Momsen og Szohr báðar við þættina. Í gegnum þættina hafði Connor Paolo sífellt neitað að stækka hlutverk sitt sem Eric van der Woodsen og vísaði í persónulegar aðstæður. Eftir að hann náði í fast hlutverk í þáttnunum Hefnd á ABC-sjónarpsstöðinni, staðfesti Paolo brottför sína úr þáttunum í ágúst 2011.
Í gegnum þættina birtust fjölmargir gestaleikarar, þ.á m. Michelle Trachtenberg sem fór með hlutverk Georginu Sparks. Hlutverkið hafði upphaflega verið boðið Mischu Barton sem hafnaði því. Francie Swift og Sam Robards tóku að sér foreldrahlutverk Anne og Howard Archibald. Caroline Lagerfelt lék Celiu "CeCe" Rhodes, ömmu Serenu og Erics. Sebastian Stan lék í nokkrum þáttum sem Carter Baizen í fyrstu þremur þáttaröðunum. Níu aðalpersónur eru í þáttunum og var meirihluti leikaraliðsins ráðinn á tímabilinu febrúar - apríl 2007. Blake Lively og Leighton Meester voru fyrstu leikkonurnar til að fá hlutverk í febrúar, hlutverk Serenu van der Woodsen og Blair Waldorf. Penn Badgley, Taylor Momsen, Chace Crawford, Kelly Rutherford, Connor Paolo og Florencia Lozano (birtist aðeins í fyrsta þættinum; Margaret Colin tók við af henni) lönduðu síðan hlutverkum í mars. Leikarar fyrir hlutverk Chuck Bass og Rufus Humphrey voru fundnir í apríl þegar enski leikarinn Ed Westwick og Matthew Settle voru ráðnir. Þegar orðrómur var uppi um að sjónvarpsstöðin ætlaði að hætta framleiðslu þáttanna Veronica Mars tilkynnti CW-stöðin að Kirsten Bell, sem talaði yfir fyrsta þátt Gossip Girl, væri titilpersónan í öðrum þætti stöðvarinnar. Jessica Szohr var ráðin í aukahlutverk sem Vanessa Abrams en varð síðan ein af aðalpersónunum frá og með 14. þætti 1. þáttaraðar. Í gegnum þáttaröðina neitaði Connor Paolo stöðugt að stækka hlutverk sitt sem Eric van der Woodsen og sagði ástæðurnar persónulegar. Jenny Humphrey, leikin af Taylor Momsen, fór í ótímabundið leyfi í fjórðu þáttaröðinni.
Í gegnum þættina hafa komið margar gestastjörnur. Michelle Trachtenberg lék Georginu Sparks. Francie Swift og Sam Robards tóku að sér hlutverk Anne og Howard Archibald. Caroline Lagerfelt leikur Celiu "CeCe" Rhodes, ömmu Serenu. Sebastian Stan birtist nokkrum sinnnum sem Carter Baizen í gegnum fyrstu þrjár þáttaraðirnar.
Snið þáttarins
[breyta | breyta frumkóða]Hver þáttur hefst á bloggsíðu Blaðurskjóðunnar með mynd af Serenu úr fyrsta þættinum. Eftir það kemur upprifjun úr undanförnum þáttum sem skiptir máli fyrir framvindu þáttarins. Upprifjunin endar síðan aftur á bloggsíðunni. Í þetta sinn er þó önnur mynd og undir henni er texti sem tengist myndinni.
Sögumaðurinn er Blaðurskjóðan (e. „Gossip Girl“). Hún byrjar upprifjunina á orðunum: „Blaðurskjóðan hér, eina og aðeins eina heimild ykkar inn í skammarleg líf elítunnar á Manhattan“ (e. „Gossip Girl here, your one and only source into the scandalous lives of Manhattan's elite“) og endar venjulega þættina á: „Þið vitið að þið elskið mig, X.O.X.O. Blaðurskjóðan“ (e. „You know you love me. X.O.X.O. Gossip Girl“).
Persónur og leikendur
[breyta | breyta frumkóða]Fyrstu þættirnir í fyrstu þáttaröðinni voru að mestu skrifaðir beint upp úr bókunum, þ.e. fylgdist aðallega með lífum fimm ungmenna á menntaskólaárunum. Serenu van der Woodsen (Blake Lively) er oftast lýst sem „it girl“ (aðalstelpan). Það kemur síðan fram að hún á skammarlega fortíð sem kemur oft aftan að henni og er hún þekkt fyrir mörg „haltu-mér-slepptu-mér“ sambönd við karlpersónurnar og er einnig þekkt fyrir að vera uppreisnargjörn. Dan Humphrey (Penn Badgley) er útundan sem verður síðan hluti af lífi elítunnar á Manhattan, upprennandi rithöfundur og er hreinn og beinn og er hjartahreinn með góða siðferðiskennd. Blair Waldorf (Leighton Meester) er fallega drottning Constance Billard skólans en einnig besta vinkona Serenu og einstaka sinum keppinautur hennar. Nate Archibald (Chace Crawford) er hinn fullkomni „Golden Boy“ (gulldrengur) fína hverfisins og vilja allar stelpur vera með honum. Chuck Bass (Ed Westwick) er mikill kvennamaður og er elskar veislur og hefur átt erfitt líf með vafasamri fortíð.
Auk þeirra fimm aðalpersóna sem nefndar eru hér að ofan, birtust þrjár aðrar persónur í fyrsta þættinum. Jenny Humphrey (Taylor Momsen) er yngri systir Dans sem reynir allt sem hún getur til að verða næsta drottning Constance Billard, markmið sem fær hana til að hugsa um hin raunverulegu gildi í lífinu; Lily van der Woodsen (Kelly Rutherford); og faðir Dans, Rufus Humphrey (Matthew Settle). Þau eiga rómantíska fortíð sem eltir þau í þáttunum og leiðir að lokum til hjónabands. Humphrey-fjölskyldan verður í kastljósinu þegar þau fara að skoða lífið í efri austurhlutanum og þegar Dan reynir að líta eftir litlu systur sinni þegar hann uppgötvar partýin.
Vanessa Abrams (Jessicca Szohr) kemur inn í fyrstu þáttaröðina sem fyrrum kærasta Dans og verður regluleg persóna eftir 14. þáttinn. Aðrar persónur eru m.a. Eric van der Woodsen (Connor Paolo), yngri bróðir Serenu sem er mjög góður og kemur hann út úr skápnum seinni hluta 1. þáttaraðar og verða hann og Jenny mjög náin í kjölfarið. Georgina Sparks (Michelle Trachtenberg) kemur einstaka sinnum fyrir í þáttunum en hún er aukapersóna. Carter Baizen (Sebastian Stan) er óvinur Chuck sem á í litlu ástarævintýri við Serenu.
Margar persónur eru gestastjörnur og leika foreldra eða aðra ættingja aðalpersónanna. Eleanor Waldorf-Rose (Margaret Colin) og Harold Waldorf (John Shea) leika fráksilda foreldra Blair og Cyrus Rose (Wallace Shawn) er eiginmaður Eleanor og stjúpfaðir Blair. Dorota Kishlovsky (Zuzanna Szadkowski) er trygg þerna Blair. Anne Archibald (Francie Swift) og Howard „The Captain“ Archibald (Sam Robars) eru stífu foreldrar Nates á meðan William van der Bilt I (James Naughton) og William „Tripp“ van der Bilt III (Aaron Tveit) eru stjórnsamur afi og frændi Nates. Barholomew „Bart“ Bass (Robert John Burke) er látinn fyrrum eiginmaður Lily og kröfuharður faðir Chucks, og Jack Bass (Desmond Harrington) er bróðir Barts og frændi Chucks. Celia „CeCe“ Rhodes (Caroline Lagerfelt) er amma Serenu og Gabriela Abrams (Gina Torres) er móðir Vanessu. Í fjórðu þáttaröðinni er nýr kærasti/unnusti Blair, Prins Louis af Mónakó (Hugo Becker).
Þáttaraðir
[breyta | breyta frumkóða]1. þáttaröð 2007-08
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta þáttaröðin fylgist aðallega með skyndilegri endurkomu Serenu eftir dularfullt hvarf hennar. Upphaflega var haldið að einnar nætur gaman Serenu með Nate Archibald, kærasta bestu vinkonu Serenu, Blair Waldorf, hafi verið ástæða brottfararinnar. Hins vegar kemur í ljós í kringum enda þáttaraðarinnar að hin sviksama Georgina Sparks, fyrrum vinkona Serenu, kemur til borgarinnar og upp kemst að kvöldið sem Serena svaf hjá Nate endaði ekki þar - Serena fór heim til Georginu og maður dó þar eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af eiturlyfjum, á meðan hann var tekinn upp á myndband. Þáttaröðin snýst líka um samband Serenu við hinn utanaðkomandi Dan Humphrey; samband Blair við Nate og framhjáhald hennar með besta vini Nates, Chuck; stutt ástarsamband milli móður Serenu og föður Dans; samband Blair og Jenny; og komu fyrrum besta vinar Dans, Vanessu Abrams. Þáttaröðin endar þegar upp kemst um leyndarmál Serenu og þegar Chuck skilur Blair eftir á flugvellinum, áður en hann fer til Evrópu.
2. þáttaröð 2008-09
[breyta | breyta frumkóða]Önnur þáttaröðin fylgist aðallega með síðasta ári flestra persónanna í menntaskóla og hefst hún í Hampton hverfinu og fylgist aðallega með sambandi Blair og Chuck, sem hafa verið merkt "hjarta þáttanna" af lesendum tímaritsins People.
Fyrri hluti þáttaraðarinnar fylgist með því hvað Serena er áberandi í félagslífinu sem dregur að sér athygli Blair og reynir mikið á vináttu þeirra þegar persónan Poppy Lifton (Tamara Feldman) kemur, yfirstéttarstúlka sem kemur upp á milli Blair og Serenu eftir að hún hvetur Serenu til að taka við hennar stað í sviðsljósinu. Nate horfist í augu við eftirleik glæpasamrar fortíðar föður síns og byrjar ástarsamband með Vanessu, sem dregst enn meira inn í heim fína hverfisins. Jenny heldur áfram að vera uppreisnargjörn og reynir að koma sér áfram sem fatahönnuður, og reynir þar með á uppeldishæfileika Rufusar á meðan vinskapur Dans og Nates og samband Dans við Serenu breyta honum í innanbúðarmann. Fyrri helmingur þáttaraðarinnar kláraðist fyrstu vikuna í desember með dauða Barts Bass.
Seinni helmingur þáttaraðarinnar skýrir ástæður dauðfalls Barts, sem veldur því að persónuleiki Chucks breytist sem síðan leiðir til þess að samband Rufusar og Lilyar vex með opinberun þess að þau eigi son, sem veldur því að Dan og Serena slíta sambandi sínu. John Shea endurtók hlutverk sitt sem Harold Waldorf í þakkargjörðarþættinum og festist í umsóknarferli Blair inn í Yale. Desmond Harris kom inn í þættina sem stjórnsamur frændi Chucks, Jack Bass. Feldman sneri aftur í þættina með Armie Hammer nýju ást Serenu, Gabriel Edwards. Michelle Trachtenberg sneri aftur sem Georgina Sparks og tók upp atriðin sín í febrúar og kom persónan hennar að ráðgátu þáttaraðarinnar.
Þegar líður á þáttaröðina minnkar hlutverk Blaðurskjóðunnar örlítið. Hún heldur áfram að halda uppi bloggsíðu sinni en heldur mikilvægustu upplýsingunum fyrir sig og gefur þær ekki frá sér fyrr en í lokaþættinum þegar Serena ákveður að komast að því hver Blaðurskjóðan virkilega er, en tekst það þó ekki. Þáttaröðin endaði á kossi milli Blair og Chuck.
3. þáttaröð 2009-10
[breyta | breyta frumkóða]Þriðja þáttaröðin fylgist með Blair, Dan og Vanessu þegar þau byrja í NYU háskólanum ásamt kvikmyndastjörnunni Oliviu Burke (Hilary Duff) sem Dan á síðan í ástarsambandi við; Nate sem kemst inn í Columbia háskólann; Serenu sem tekur sér ársfrí frá skóla; Jenny þegar hún verður drottning Constance Billard skólans; og Chuck eftir að hann tekur við stjórntaumunum hjá fjölskyldufyrirtækinu, Bass Industries, ásamt stjúpmóður sinni, Lily van der Woodsen. Fyrstu þættirnir gerast í sumarfríinu, u.þ.b. viku fyrir skólabyrjun. Hlutverk Blaðurskjóðunnar minnkar í þáttaröðinni.
Í þáttaröðinni eru margar gestastjörnur, þ.á.m. Joanna García sem Bree Buckley, ástarskot Nates; fyrirsætan Tyra Banks sem Ursula Nyquist, ofurstór kvikmyndastjarna og er Serena fjölmiðlafulltrúi hennar í stuttan tíma; William Baldwin sem William van der Woodsen, faðir Serenu og Erics, fyrrum eiginmaður Lilyar og mikill óvinur Rufusar; en einnig sjást Lady GaGa, Tory Burch, Jimmy Fallon, Plastiscines, Georgina Chapman og Sonic Youth í þáttaröðinni.
Níundi þáttur þáttaraðarinnar olli miklum deilum. Foreldrahópar hvöttu CW-stöðina til að hætta við að sýna þáttinn þar sem hann innihélt þríkant. Stöðin hunsaði þetta og tilkynnti að þátturinn yrði sýndur eins og upphaflega var áætlað.
Robert John Burke sem lék föður Chucks, Bart Bass, sneri aftur fyrir jóla-tengdan þátt í desember á meðan Desmond Harrington sneri aftur sem frændi Chucks, Jack Bass, og átti hann stóran söguþráð sem tengist öllum persónunum í seinni hluta þáttaraðarinnar sem hefur aftur mikil áhrif á samband Chucks og Blair sem snýst um Jack og fjarverandi móður Chucks, Evelyn Bass Fisher (Laura Harring).
Þáttaröðin fylgdist mikið með þroskun Jenny Humphrey og hröpun hennar. Hún eyðir miklum tíma þáttaraðarinnar í að slíta sig frá Eric, fyrrum besta vini sínum, og að eltast við Nate, sem er hrifinn af Serenu. Við lok þáttaraðarinnar, vegna einnar nætur gamans með stjúpbróður sínum Chuck Bass og vandamáls með eiturlyf, senda faðir hennar og Lily hana til Hudson, New York til að búa með móður sinni. Aðrir söguþræðir eru m.a. tilraun Chucks og Blairs og mistök þeirra í að eiga í góðu ástarsambandi; Dan og Vanessa reyna að þróa samband sitt úr vinskap í eitthvað meira; og tilraunir Serenu til að finna sjálfa sig í gegnum nýtt starf og stutt ástarsambönd við Carter, giftan frænda Nates, Tripp og að lokum Nate sjálfan.
4. þáttaröð 2010-11
[breyta | breyta frumkóða]Aðalráðgáta þáttaraðarinnar snýst um Juliet Sharp (Katie Cassidy), leyndardómsfulla stúlku með áætlun gegn Serenu sem tengist fortíð hennar. Seinni hluti þáttaraðarinnar byggir á vandræðum nýlegs sambands Serenu við fyrrum kennarann hennar, Ben, Chuck sem reynir að ná aftur stjórn á Bass Industries frá Russell Thorpe (Michael Boatman) og vaxandi sambandi Dans og Blair. Þáttaröðin fylgist einnig með því þegar fortíðar-svik Lilyar kom aftan að henni; stormasömu sambandi Chuck og Blair eftir að þau hætta saman; minnkandi vináttu Dans og Vanessu; og koma frænku Serenu, Charlie Rhodes (Kaylee DeFer) í fína hverfið.
Fyrstu tveir þættirnir snerust um Serenu, Blair og Chuck í París. Á meðan þau eru þar hittir Blair prinsinn Louis Grimaldi sem hún trúlofast við lok þáttaraðarinnar.
Taylor Momsen, sem leikur Jenny Humphrey var fjarverandi meirihluta þáttaraðarinnar en kom þó fram í 4 þáttum.
5. þáttaröð 2011-2012
[breyta | breyta frumkóða]Samningar voru endurnýjaðir fyrir fimmtu þáttaröðina þann 26. apríl 2011.
Þann 9. maí 2011 var tilkynnt að Taylor Momsen og Jessica Szohr myndu ekki snúa aftur sem aðalapersónur þrátt fyrir að þeim báðum hafi verið boðið að snúa aftur sem gestaleikarar. Kaylee DeFer leikur Ivy Dickens sem er borgað af systur Lily, Carol, til að þykjast vera dóttur hennar og frænka Serenu, Charlie Rhodes.
Þáttaröðin hófst í Los Angeles þegar endurnærðir Chuck og Nate ákveða að heimsækja Serenu. Chuck lifir eftir nýrri lífsspeki og segir "já" við öllu, jafnvel hættulegum áhættuatriðum. Serena heldur áfram að vinna í kvikmyndatökum og er boðið fullt starf í lok fyrsta þáttarins. Nate byrjar ástarsamband við eldri konu, Diönu Payne, sem gæti haft aðrar ástæður fyrir að vera með Nate. Í New York kemst Dan að því að Vanessa hefur gefið út einn kaflann í skáldsögunni hans, og Blair heldur áfram að skipuleggja brúðkaup sitt og Louis en hún kemst líka að því að hún er ólétt. Eftir að hafa áttað sig á því að hún beri enn tilfinningar til Chuck ákveða Blair og Chuck að fara í burtu saman en bíll þeirra lendir í árekstri. Vegna bílslyssins missir Blair barnið og Chuck er við dauðans dyr, og giftist að lokum Louis. Í þáttaröðinni er einnig fylgst með Nate reka dagblaðið "The Spectator", vináttunni sem breytist í ástarsamband á milli Blair og Dan og leit Chuck að raunverulegum foreldrum sínum sem leiðir hann að þeirri uppgötvun að faðir hans, Bart, er enn á lífi, og þau áhrif sem dauði CeCe hefur á hjónaband Rufusar og Lilyar. Við lok þáttaraðarinnar velur Blair á milli Dan og Chuck en Lily gerir það sama á milli Rufusar og Barts. Serena yfirgefur borgina á meðan Dan ákveður að skrifa nýja bók um fína hverfið með hjálp Georginu.
6. þáttaröð: 2013
[breyta | breyta frumkóða]Þann 11. maí 2012 var tilkynnt að Gossip Girl myndi snúa aftur í stuttri sjöttu og síðustu þáttaröð haustið 2012. Þáttaröðin mun samanstanda af 10 þáttum og er búist við því að hún muni enda fyrir jól.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Gossip Girl (TV series)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt október 2012.