Hans og Gréta
Jump to navigation
Jump to search
Hans og Gréta er víðþekkt þýsk barnasaga sem Grimmsbræðurnir söfnuðu saman og gáfu út árið 1812. Sagan segir frá systkinunum Hans og Grétu sem voru skilin eftir í skógi og rákust á norn sem bjó í sælgætishúsi. Nornin reyndi svo að fita börnin áður en hún myndi éta þau. Grétu tókst að leika á nornina og flúðu þau þaðan með fjársjóð. Mörg leikrit og önnur sköpunarverk hafa verið samin út frá sögunni.