Glenn Close

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Glenn Close með leikaranum Jim Dale 2006.

Clenn Close (fædd 19. mars 1947) er bandarísk leikkona. Hún hefur fimm sinnum verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, tvisvar fyrir leik í aðalhlutverki, Fatal Attraction 1987 og Dangerous Liasions 1988, og þrisvar fyrir leik í aukahlutverki, The World According to Garp 1982, The Big Chill 1983 og The Natural 1984. Einnig er hún þekkt fyrir að hafa leikið Cruella De Vil í kvikmyndunum 101 dalmatíuhundur og 102 dalmatíuhundar með Gerard Depardieu.

Hún hefur einnig leikið í fjölda söngleikja og sviðsleikrita. Í mars 2011 var hún ráðin til að leika aðalhlutverkið í fyrirhugaðri kvikmynd um feril skosku söngkonunnar Susan Boyle.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.