Glenn Close

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Glenn Close með leikaranum Jim Dale 2006.

Clenn Close (fædd 19. mars 1947) er bandarísk leikkona. Hún hefur fimm sinnum verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, tvisvar fyrir leik í aðalhlutverki, Fatal Attraction 1987 og Dangerous Liasions 1988, og þrisvar fyrir leik í aukahlutverki, The World According to Garp 1982, The Big Chill 1983 og The Natural 1984. Einnig er hún þekkt fyrir að hafa leikið Cruella De Vil í kvikmyndunum 101 dalmatíuhundur og 102 dalmatíuhundar með Gerard Depardieu.

Hún hefur einnig leikið í fjölda söngleikja og sviðsleikrita. Í mars 2011 var hún ráðin til að leika aðalhlutverkið í fyrirhugaðri kvikmynd um feril skosku söngkonunnar Susan Boyle.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.