Fara í innihald

Tarana Burke

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tarana Burke
Tarana Burke árið 2018.
Fædd12. september 1973 (1973-09-12) (50 ára)
ÞjóðerniBandarísk
MenntunAuburn-háskóli í Montgomery
Þekkt fyrirað stofna Me Too hreyfinguna

Tarana Burke (fædd 12. september 1973) er bandarískur aðgerðarsinni frá The Bronx, New York, sem stofnaði Me Too hreyfinguna. Árið 2006 byrjaði Burke að nota metoo til að hjálpa öðrum konum með svipaða reynslu að standa upp fyrir sjálfri sér. Rúmum áratug síðar, árið 2017, varð #MeToo að myllumerki sem fór eins og eldur um sinu um netheima, þegar Alyssa Milano og aðrar konur byrjuðu að nota það til að tísta um Harvey Weinstein kynferðisofbeldismálin. Orðasambandið og myllumerkið þróaðist fljótt í víðtæka hreyfingu sem síðar meir varð alþjóðleg.

Time útnefndi Burke ásamt hóps annarra þekktra aðgerðasinna sem kölluð eru „The Silence Breakers“, sem manneskja ársins hjá Time 2017. Burke heldur fyrirlestra víðsvegar um Bandaríkin og er nú framkvæmdarstjóri Girls for Gender Equity í Brooklyn.

Eftir að hafa unnið með þolendum kynferðisofbeldis, þróaði Burke samtökin „Just Be“ árið 2003, sem var fyrir svartar stúlkur á aldrinum 12 til 18 ára. [1] [2] [3] Árið 2006 stofnaði Burke Me Too hreyfinguna og byrjaði að nota frasann „Me Too“ til að vekja athygli á hvernig kynferðisleg misnotkun og ofbeldi gegnsýra samfélagið. [4] [5]

Girls for Gender Equity

[breyta | breyta frumkóða]

Burke er framkvæmdastjóri hjá Girls for Gender Equity í Brooklyn, sem leitast við að hjálpa ungum lituðum konum að auka heildarþroska þeirra í gegnum ýmis forrit og námskeið.[6] [7]

Just Be Inc.

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1997 hitti Burke stúlku að nafni Heaven í Alabama sem sagði henni frá kynferðislegu ofbeldi af hálfu kærasta móður sinnar. Hún segist ekki hafa vitað hvað hún ætti að segja og aldrei séð stúlkuna aftur. Hún segist hafa óskað þess að hún hefði sagt „ég líka“ (e. me too). Burke hefur sagt að hún hafi trúað því að stúlkur þyrftu „öðruvísi athygli“ en karlkyns jafnaldrar þeirra. [8] Þetta og önnur atvik urðu til þess að Burke stofnaði Just Be Inc., samtök sem stuðla að vellíðan ungra kvenkyns minnihlutahópa á aldrinum 12–18 ára. Árið 2006 gerði hún Myspace-síðu.[9][10] Just Be Inc. fékk sinn fyrsta styrk árið 2007.[9]

Me Too hreyfingin

[breyta | breyta frumkóða]
Óhlýðniverðlaunin 2018 í MIT Media Lab . Sherry Marts, BethAnn McLaughlin og Tarana Burke

Árið 2006 stofnaði Burke Me Too hreyfinguna og byrjaði að nota setninguna „Me Too“ til að vekja athygli á útbreiðslu kynferðisofbeldis og ofbeldis í samfélaginu. [4][5]

Orðasambandið „Me Too“ þróaðist í víðtækari hreyfingu í kjölfar þess að #MeToo var notað árið 2017 sem myllumerki í kjölfar ásakananna á hendur Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi . Í október 2017 hvatti leikkonan Alyssa Milano konur til að segja „Me Too“ ef þær hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi og myllumerkið varð vinsælt. Milano veitti fyrri notkun Burke viðurkenningu á orðasambandinu á Twitter og skrifaði „Mér var nýlega gert kunnugt um fyrri #MeToo hreyfingu og upprunasagan er til jafns sárbiturt og hvetjandi“.[9][11] Burke hefur stutt #MeToo myllumerkið.[9] [12]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
 1. Alberski, Ania. „Former Phila. activist Tarana Burke among the 'Silence Breakers' honored by Time Magazine“. The DP (bandarísk enska). Sótt 30. apríl 2018.
 2. Wellington, Elizabeth (23. október 2017). „Tarana Burke: Me Too movement can't end with a hashtag“. Philly.com. Sótt 30. apríl 2018.
 3. „justbeinc“ (enska). Sótt 30. apríl 2018.
 4. 4,0 4,1 „Tarana Burke“. Biography (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann apríl 22, 2018. Sótt 30. apríl 2018.
 5. 5,0 5,1 Garcia, Sandra E. (20. október 2017). „The Woman Who Created #MeToo Long Before Hashtags“.
 6. „Girls for Gender Equity“ (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 25. september 2020. Sótt 5. janúar 2018.
 7. 'Silence Breakers' Like GGE's Tarana Burke named TIME Person of the Year“. Girls for Gender Equity (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 25. september 2020. Sótt 5. janúar 2018.
 8. „Just Be Organization: Our Board“. Just Be Inc. Sótt 2. maí 2019.
 9. 9,0 9,1 9,2 9,3 Ohlheiser, Abby (19. október 2017). „The woman behind 'Me Too' knew the power of the phrase when she created it — 10 years ago“. Washington Post. Sótt 11. desember 2017.
 10. „justbeinc“. Justbeinc.wixsite.com. Sótt 28. nóvember 2017.
 11. Parker, Najja. „Who is Tarana Burke? Meet the woman who started the Me Too movement a decade ago“. ajc.
 12. „Tarana Burke, the activist behind 'Me Too,' on where the movement goes from here - The Boston Globe“. The Boston Globe.