Tíbesk tungumál
Tíbesk tungumál | ||
---|---|---|
Ætt | Sínó-tíbeskt | |
Frummál | Forntíbeska | |
Undirflokkar | Miðtíbeskt Amdo Khams Dzongkha–Lhokä Ladakhi–Balti Lahuli–Spiti Kyirong–Kagate Sherpa–Jirel | |
Söguleg heruð í Tíbet |
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Tíbesk tungumál eru ætt sínó-tíbeskra mála sem eiga rætur sínar að rekja til forntíbesku. Þau eru töluð af um 6 milljónum manna á svæði í austurhluta Mið-Asíu, þar á meðal Tíbet, Qinghai, Sichuan, Kasmír og á Norður-Indlandsskaga í Baltistan, Ladakh, Nepal, Sikkim, Pakistan og Bútan. Klassísk tíbeska er mikilvægt bókmenntamál á þessu heimssvæði einkum vegna þess að hún er notuð í ritum búddatrúar.
Miðtíbeska (sem nær yfir mállýskur héraðsins Ü-Tsang og borgarinnar Lasa), kamstíbeska og amdótíbeska eru oftast taldar vera mállýskur af sama máli en þær deila sama ritmáli.
Upphaf tíbesks leturs má rekja til Thonmi Sambhota um miðja 7. öld. Thonmi Sambhota, ráðherra af Songtsen Gampo (569–649), var sendur til Indlands til að læra listina að skrifa og við endurkomu hans var kynnt tíbesk skrift. Form stafanna er byggt á indísku letri á þeim tíma en það að sérstök indískt letur er innblástur í tíbeskt stafróf er umdeilt.
Tíbeskt letur er skrifað í ýmsum mismunandi útgáfum. Það algengasta í hefðbundnum búddískumtexta er kallað uchen.