Fara í innihald

Svartfuglinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Svartfuglinn er gönguhátíð sem haldin hefur verið árlega á sunnanverðum Vestfjörðum frá árinu 2006. Hátíðin er fjögurra daga hátíð sem haldin er síðustu helgina í júlí ár hvert.

Markmið hátíðarinnar er að gefa fólki tækifæri til að kynnast náttúruperlum, menningu og sögu svæðisins með þátttöku í gönguferðum með leiðsögn og ýmsum uppákomum sem staðið er fyrir. Svæði hátíðarinnar er Arnarfjörður, Tálknafjörður og Patreksfjörður auk norðanverðs Breiðafjarðar.

Svartfuglinn dregur nafn sitt af tvennu. Annars vegar er það svartfuglinn í Látrabjargi, stærsta fuglabjargi Evrópu og stærstu álkubyggð heims (álkan er svartfuglstegund). Hins vegar er þetta tilvísun í nafnið á leikriti Gunnars Gunnarssonar, Svartfugl, sem fjallar um morðin á Sjöundá. Ein af aðal áskorunum gönguhátíðarinnar er einmitt flóttaleið Bjarna á Sjöundá sem hann fór þegar hann strauk úr gæsluvarðhaldi hjá sýslumanninum á Haga á Barðaströnd og gekk fyrir Stálfjallið og yfir að Sjöundá. Sú leið er talin ófær öllum nema þaulkunnugum enda þarf þar að gæta að sjávarföllum og þræða einstigi í snarbröttum klettum.

Hugmyndasmiður og skipuleggjandi hátíðarinnar er Hjörtur Smárason

Gönguleiðir

[breyta | breyta frumkóða]

Meðal þeirra gönguleiða sem boðið hefur verið upp á á hátíðinni er Látrabjargið þar sem gengið er eftir bjarginu frá GeldingarskorardalBjargtöngum, slóðir Gísla Súrssonar í Geirþjófsfirði, biskupagatan úr Sellátrum við Tálknafjörð, gegnum Krossadal og yfir í Selárdal við Arnarfjörð, göngu frá Melanesi framhjá Sjöundá og yfir í surtarbrandsnámurnar í Stálfjalli auk fleirri gönguleiða.