Stuttur Frakki
Stuttur Frakki | |
---|---|
Leikstjóri | Gísli Snær Erlingsson |
Handritshöfundur | Friðrik Erlingsson |
Framleiðandi | Kristinn Þórðarson Arni Þór Þórhallsson Art film |
Leikarar | |
Frumsýning | 1993 |
Lengd | 95 mín. |
Tungumál | íslenska |
Aldurstakmark | Leyfð |
Stuttur Frakki (enskur titill Behind Schedule) er fyrsta kvikmynd Gísla Snæs Erlingssonar í fullri lengd, og var gerð 1992. Hún segir í stuttu máli frá Rúnari (Hjálmar Hjálmarsson) sem ætlar að halda stórtónleika í Laugardalshöllinni með mörgum af helstu hljómsveitum Íslands. Hann hefur fengið André (Jean Philippe-Labadie), fulltrúa tónlistarútgefanda frá Frakklandi, til Íslands og í því skyni að velja bestu hljómsveitina. Hjólin fara þó að snúast þegar André villist í Reykjavík og Rúnar virðist ekki geta haft upp á honum fyrir tónleikana. Friðrik Erlingsson, handritshöfundur myndarinnar, hefur sagt að hann hafi upphaflega ætlað að gera heimildarmynd um tónlistina á Íslandi sem átti að verða einhverskonar framhald á heimildarmyndarinni Rokk í Reykjavík. Hann hafi þó fljótlega hætt við og ákveðið að gera leikna kvikmynd í staðinn. Titill myndarinnar er orðaleikur, þar sem hann getur hvortveggja þýtt að André sé stuttur maður sem kemur frá Frakklandi og hins vegar stutta yfirhöfn (þ.e.a.s. frakka).