Fara í innihald

Stefán Pálsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík 18. ágúst 2007

Stefán Pálsson (f. 8. apríl 1975) er íslenskur sagnfræðingur, stjórnmálaskýrandi og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík. Hann stundaði nám við MR þar sem hann tók þátt í spurningakeppninni Gettu betur og var hann í sigurliðinu 1995. Árin 2004 og 2005 gegndi hann sjálfur stöðu dómara í keppninni. Hann var á tímabili söngvari í pönk-hljómsveitinni Tony Blair. Hann er dyggur aðdáandi Knattspyrnufélagsins Fram og breska knattspyrnuliðsins Luton Town. Stefán er mikill áhugamaður um viský og bjór og starfaði sem slíkur við Bjórskóla Ölgerðarinnar um árabil.

Auk Gettu betur tók Stefán einnig þátt í ræðukeppninni MORFÍS á menntaskólaárum sínum. Eftir að hann lauk námi og fram eftir þrítugsaldri kom hann að þjálfun bæði Gettu betur- og Morfís-liða ýmissa framhaldsskóla. Hann hefur starfað sem spurningahöfundur og dómari í m.a. Gettu betur[1], Útsvari[2] og Spurningakeppni fjölmiðlanna.

Stefán er mikill áhugamaður um teiknimyndasögur. Árið 2013 setti hann ræðumet með þrettán og hálfrar klukkustundar fyrirlestri um Sval og Val, sem fögnuðu 75 ára afmæli um þær mundir.[3]

Stefán hefur verið virkur í starfi Vinstri grænna, en hann var einnig einn stofnenda Málfundafélags úngra róttæklinga (MÚR) árið 1999, sem hélt úti vefritinu Múrnum fram til 2007. Hann skipaði annað sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022 og er fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins.

Stefán var formaður Samtaka hernaðarandstæðinga frá árinu 2000 til 2015.[4]

Eiginkona Stefáns er Steinunn Þóra Árnadóttir alþingiskona.

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Helstu ritverk

[breyta | breyta frumkóða]
  • Spark - spurningaspil um knattspyrnu (2005)
  • Gettu betur-spilið - 10 ára afmælisútgáfa (2010)
  • Íslandssöguspilið (2013)
  • Íslenska spurningaspilið (2019)
  • Evrópa - spurningaspil (2021)
  • Fjölskylduspilið (2023)

Spurningaþættir í sjónvarpi og útvarpi

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. [„Svarað til sigurs“ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1003252/], Morgunblaðið, 23. febrúar 2005.
  2. [„Spornað við íþróttameiðslum í Útsvari“ http://www.ruv.is/ras-2/spornad-vid-ithrottameidslum-i-utsvari[óvirkur tengill]], RÚV, 13. september 2013.
  3. [„Talaði sleitulaust frá morgni til kvölds http://ruv.is/frett/taladi-sleitulaust-fra-morgni-til-kvolds“[óvirkur tengill]], RÚV, 22. maí 2013.
  4. Hernaðarandstæðingur hættur eftir fimmtán ár, Vísir, 20. mars 2015.