Stefán Snævarr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslensk heimspeki
Heimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Nafn: Stefán Snævarr
Fædd/ur: 1953
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk: Fra Logos til Mytos: Metaforer, mening og erkjennelse; Ástarspekt; Minerva and the Muses: The Place of Reason in Aesthetic Judgement
Helstu viðfangsefni: siðfræði, stjórnspeki, fagurfræði

Stefán Snævarr (fæddur 1953 í Reykjavík á Íslandi) er íslenskur heimspekingur og prófessor í heimspeki við háskólann í Lillehammer í Noregi. Stefán fæst einkum við stjórnspeki og fagurfræði. Auk rita um heimspeki hefur Stefán gefið út skáldverk og ljóðabækur. Árið 2010 vann hann fyrstu verðlaun í alþjóðlegri ritgerðasamkeppni International Association for Aesthetics fyrir ritgerðina "Aesthetic Wisdom".

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Stefán lauk meistaraprófi í heimspeki við háskólann í Osló árið 1986. Hann lauk doktorsprófi við háskólann í Bergen árið 1998. Árið 2003 varð hann prófessor í heimspeki við háskólann í Lillehammer.

Helstu rit[breyta | breyta frumkóða]

Um heimspeki[breyta | breyta frumkóða]

 • 2011 Kredda í kreppu. Frjálshyggjan og móteitrið við henni
 • 2010 Metaphors, Narratives, Emotions. Their Interplay and Impact
 • 2008 Kunstfilosofi. En kritisk innføring
 • 2004 Ástarspekt. Greinar um heimspeki
 • 2003 Fra Logos til Mytos: Metaforer, mening og erkjennelse
 • 1999 Minerva and the Muses: The Place of Reason in Aesthetic Judgement (Doktorsritgerð Stefáns).

Ljóðabækur og skáldverk[breyta | breyta frumkóða]

 • 2002 Rómúlía hin eilífa: sýnisbók rómúlskra bókmennta (skáldverk eða e.k. skáldsaga)
 • 1997 Ostraka
 • 1989 Bragabar
 • 1988 Stefánspostilla
 • 1987 Hraðar en ljóðið
 • 1984 Greifinn af Kaos
 • 1981 Sjálfssalinn
 • 1975 Limbórokk

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.