Todmobile

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Spiladós: 1989-2009)

Todmobile er íslensk popp-/rokkhljómsveit stofnuð af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni, Andreu Gylfadóttur og Eyþóri Arnalds árið 1988. Fyrsta hljómplata þeirra, Betra en nokkuð annað, kom út fyrir jólin 1989 og fékk mjög góða dóma. Önnur plata sveitarinnar, Todmobile, kom út fyrir jólin 1990 og varð metsöluplata.

1993 ákvað hljómsveitin að hætta. Þorvaldur Bjarni og Andrea stofnuðu Tweety árið eftir og Eyþór hóf samstarf við unnustu sína, Móeiði Júníusdóttur, í dúettinum Bong.

1996 kom Todmobile aftur saman og gaf út diskinn Perlur og svín með lögum úr samnefndri kvikmynd. Eftir það hefur hljómsveitin komið saman við sérstök tækifæri þótt oft hafi langt liðið á milli. 2003 gaf hún út diskinn Sinfónía, með Sinfóníuhljómsveit Íslands og árið 2006 kom út sjötta breiðskífa þeirra, undir nafninu Ópus 6.

Hljómplötur[breyta | breyta frumkóða]