Skólaspeki
Útlit
Skólaspeki (úr latínu scholasticus, sem þýðir „það sem tilheyrir skóla“) var hefð í miðaldaheimspeki sem skaut rótum í háskólum miðalda um 1100 – 1500. Skólaspekin reyndi upphaflega að sætta heimspeki fornaldar og kristna guðfræði. Hún var öðrum þræði aðferðafræði sem byggði á rökfræðiritum Aristótelesar, sem Boethius hafði þýtt yfir á latínu. Aðferðum skólaspekinnar var oftast beitt til þess að finna svar við spurningum eða komast hjá mótsögnum, bæði í guðfræði og heimspeki.