Heimspeki 16. aldar
Heimspeki 16. aldar markar lok heimspeki endurreisnartímans og er undanfari að heimspeki 17. aldar og þar með að upphafi nútímaheimspeki.
Yfirlit
[breyta | breyta frumkóða]Heimspeki tímabilsins einkenndist meðal annars af miklum deilum um ágæti fornra kenninga, svo sem kenninga Platons og Aristótelesar en hvor tveggja átti sér bæði öfluga málsvara og andmælendur. Andmælendur voru gjarnan brautryðjendur og þátttakendur í vísindabyltingunni, líkt og Francis Bacon og Galileo Galilei.
Kristin guðfræði varð einnig tilefni til heimspekilegrar deilu en þeir Marteinn Lúther og Desiderius Erasmus deildu um frelsi viljans með hliðsjón af kristnum hugmyndum um forsjón guðs. Á sama tíma kynntust Vestur-Evrópubúar á ný ritum forngríska efahyggjumannsins Sextosar Empeirikosar en þau höfðu mikil áhrif í gegnum höfunda á borð við Michel de Montaigne og Francisco Sanches og átti mikinn þátt í að gera þekkingarfræðina að undirstöðugrein heimspekinnar í stað frumspekinnar sem hafði áður skipað þann sess.
Meginheimspekingar 16. aldar
[breyta | breyta frumkóða]- Pietro Pomponazzi (1462 – 1525)
- Desiderius Erasmus (1466 – 1536)
- Niccolò Machiavelli (1469 – 1527)
- Thomas More (1478 – 1535)
- Francisco de Vitoria (1480 – 1546)
- Martin Luther (1483 – 1546)
- Julius Caesar Scaliger (1484 – 1558)
- Juan Luis Vives (1492 – 1540)
- Franciscus Patricius (1529 – 1597)
- Michel de Montaigne (1533 – 1592)
- Giordano Bruno (1548 – 1600)
- Francisco Suárez (1548 – 1617)
- Francisco Sanches (1550 – 1623)
- Caesare Cremonini (1550 – 1631)
- Giulio Pace (1550 – 1631)
- Francis Bacon (1561 – 1626)
- Galileo Galilei (1564 – 1642)
- Tommaso Campanella (1568 – 1639)