Fara í innihald

Hríðskotariffill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hríðskotariffill Gevær M/95
Heckler & Koch G3

Hríðskotariffill eða árásarriffill er hálf og alsjálfvirkt handskotvopn, sem skýtur 5,5 mm til 8 mm riffilskotum. Er léttari og meðfærilegri en vélbyssa, en ekki eins langdrægur, en er þyngri og langdrægari en hríðskotabyssa. Þekktir hríðskotarifflar eru M16 (bandarískur) og AK-47 (rússneskur).

Fyrsti hríðskotariffillinn sem gerður var, hét Cei-Rigotti, hannaður af Ítalanum Amerigo Cei-Rigotti sem var hermaður í Ítalska hernum, árið 1890. Hríðskotariffillinn var fullgerður um árið 1900 og hægt var að stilla hann á sjálfvirkni og hálfsjálfvirkni

  Þessi vopnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.