Svart púður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Svart púður er sprengiefni, fyrrum notað sem byssupúður í framhlaðninga og fallbyssur, búið til úr blöndu af saltpétri, viðarkolum og brennisteini í eftirfarandi hlutföllum:

  • saltpétur 75%
  • viðarkol 15%
  • brennisteinn 10%

Brunahraði fer einkum eftir kornastærð, hlutföllum og gerð viðarkola. Reyklaust púður hefur tekið við af svartpúðri, sem drifefni fyrir skotvopn.