Fara í innihald

Jóhann G. Jóhannsson (f. 1955)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrir aðra má sjá aðgreiningarsíðuna Jóhann G. Jóhannsson.

Jóhann G. Jóhannsson (f. 9. maí 1955) er íslenskt tónskáld og píanóleikari sem meðal annars er þekktur fyrir ævintýrasöngleikinn Skilaboðaskjóðuna. Jóhann var tónlistarstjóri Þjóðleikhússins 1991–2010 og tónlistarstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu og Iðnó 1981–1991.

Jóhann fæddist í Reykjavík. Hann stundaði píanónám hjá Carl Billich (1964–1968) og síðan í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Halldóri Haraldssyni (1968-19'75). Framhaldsnám í tónlist stundaði hann við Brandeis háskólann í Boston (1975–1979), þar sem kennarar hans voru meðal annars Harold Shapero, Joshua Rifkin og Conrad Pope, og síðan hjá Ingmar Bengtsson við Tónvísindastofnun Uppsalaháskóla (1979–1980).

Jóhann hefur samið tónlist fyrir á þriðja tug leiksýninga, stjórnað tónlist í um það bil 80 leiksýningum og söngleikjum og oftast tekið þátt í þeim sem píanóleikari eða hljómsveitarstjóri. Auk leikhústónlistar af ýmsu tagi hefur Jóhann samið kammerverk, kórverk og fjölda sönglaga, meðal annars við ljóð eftir Þórarin Eldjárn og Halldór Laxness. Einnig hefur hann gert margvíslegar útsetningar fyrir sönghópa, svo sem Bláa hattinn, Út í vorið og Sætabrauðsdrengina.

Enn fremur hefur Jóhann fengist við textagerð og þýðingar. Hann þýddi meðal annars söngleikinn The Phantom of the Opera fyrir Þjóðleikhúsið 2014 og söngtextana í söngleiknum Oliver! fyrir uppfærslu Þjóðleikhússins 2008.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Frumsamin verk útgefin á geisladiskum[breyta | breyta frumkóða]

  • Skilaboðaskjóðan - ævintýrasöngleikur í flutningi leikara Þjóðleikhússins og hljómsveitar við texta Þorvaldar Þorsteinssonar (útg. 1994 og 2007, ÞLH CD001).
  • Best að borða ljóð - 24 sönglög fyrir sópran- og barítónsöngvara, fiðlu, saxófóna, kontrabassa og píanó við ljóð Þórarins Eldjárns (útg. 2000, heimur CD001).
  • Lög við ljóð Laxnessníu sönglög með píanómeðleik við ljóð Halldórs Laxness (útg. 2016, jgjCD001).

Útgefin verk á nótum[breyta | breyta frumkóða]

  • Lögin úr Skilaboðaskjóðunni - píanóútsetningar með söngtextum Þorvaldar Þorsteinssonar (nótnabók, jgj útgáfa 2008).
  • Best að borða ljóð - sönglög með píanómeðleik við ljóð Þórarins Eldjárns (nótnabók, jgj útgáfa 2014).
  • Svið, við og þið - tónlist úr fjórum barnaleiksýningum Þjóðleikhússins við texta Þórarins Eldjárns, útsett fyrir söngrödd og píanó (nótnabók, jgj útgáfa 2014).
  • Níu sönglög við ljóð Laxnesssönglög með píanómeðleik (nótnabók, jgj útgáfa 2015).
  • Stef fyrir stutta putta – og lög fyrir lengri fingur - 30 píanólög til að handleika (nótnabók, jgj útgáfa 2016).

Útsetningar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands[breyta | breyta frumkóða]

  • Skilaboðaskjóðan – úts. f. sinfóníuhljómsveit, fjóra söngvara og barnakór, tónleikauppfærsla í Hörpu, sept. 2013.