Kauphöll Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Kauphöll Íslands
NASDAQ OMX Group.svg
Rekstrarform Hlutafélag
Slagorð Óþekkt
Hjáheiti Óþekkt
Stofnað 1985
Staðsetning Fáni Íslands Reykjavík, Ísland
Lykilmenn Páll Harðarsson (forstjóri)
Starfsemi Kauphöll
Heildareignir Óþekkt
Tekjur Óþekkt
Hagnaður f. skatta Óþekkt
Hagnaður e. skatta Óþekkt
Eiginfjárhlutfall Óþekkt
Móðurfyrirtæki Óþekkt
Dótturfyrirtæki Óþekkt
Starfsmenn Óþekkt
Vefsíða www.nasdaqomx.com

Kauphöll Íslands var stofnuð 1985 af íslenskum bönkum og Seðlabanka Íslands. Viðskipti hófust ári síðar á íslenskum ríkisskuldabréfum og viðskipti með hlutabréf hófust 1990.

Erlend fyrirtæki sem eru skráð í kauphöllinni eru annaðhvort færeysk eða með starfstöð á Íslandi. Færeysku fyrirtækin Atlantic Airways, Atlantic Petroleum, Eik banki og Føroya Banki eru öll skráð í kauphöllinni og auk þeirra er alþjóðlega álfyrirtækið Century Aluminium einnig skráð.

Stærstu fyrirtæki kauphallarinnar eru tvískráð í öðrum kauphöllum. DeCode er skráð í Nasdaq kauphöllinni og Össur er skráður í OMX kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Skráning hefur verið samræmd við norrænar kauphallir frá 2000 þegar að kauphöllinn hóf að nota samnorræna tölvukerfið SAXESS. 2003 varð Kauphöll Íslands tæknilegur stjórnunaraðili færeysku kauphallarinnar og samhliða þeirri breytingu voru færeysk fyrirtæki skráð í kauphöllinni hér á landi. 2006 samþykkti kauphöllin að sameinast OMX Nordic Exchange og sá samruni varð að veruleika 19. september sama árs.[1]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]