Fara í innihald

Simmi og Jói

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Simmi og Jói (Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson) hafa lengi starfað saman í útvarpi og sjónvarpi.

Þeir stofnuðu og ráku saman um tíma veitingastaðinn Hamborgarafabrikkuna og Keiluhöllina í Egilshöll.

70 mínútur[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1999 voru þeir með þátt á útvarpsstöðinni Mónó, sem hét Sjötíu (frá klukkan 7 til 10). 2000 var stöðin lögð niður og strákarnir færðu sig yfir í sjónvarp og voru með 70 mínútna þátt á hverju kvöldi, alla virka daga sem hét 70 mínútur. Þátturinn gekk út á svipað og Sjötíu svo sem Falin myndavél í stað símahrekkja og fleira. Strákarnir stjórnuðu þættinum einir til 2001 en þá komu Sveppi og síðar Auddi í hópinn en upphaflega bara með földu myndavélarnar. Seinna voru þeir líka aðal umsjónarmenn þáttarins. Jói hætti svo og voru Auddi, Sveppi og Simmi einir með þáttinn.

2003 hætti Simmi en Auddi og Sveppi voru einir með þáttinn. 2004 komu Pétur Jóhann og Hugi Halldórsson í hópinn.

Idol Stjörnuleit[breyta | breyta frumkóða]

2003 byrjuðu þeir næst sem kynnar í Idol stjörnuleit, íslensku útgáfunni af bresku Pop Idol þáttunum. Þeir voru kynnar í fyrstu fjórum þáttaröðunum. Fyrstu þrjár voru framleiddar á árunum 2003 - 2006, tók svo hlé og byrjaði aftur 2009 með fjörðu þáttaröðina.

Simmi og Jói á Bylgjunni[breyta | breyta frumkóða]

Simmi og Jói fóru aftur í útvarp eftir að fjórða Idol serían kláraðist. Þátturinn hét Simmi og Jói og var til 2013.