Hugi Halldórsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hugi halldórsson)
Jump to navigation Jump to search

Hugi Jens Halldórsson (f. 1981) er íslenskur sjónvarpsmaður. Hann er þekktur fyrir hlutverk sitt sem ofurhugi í sjónvarpsþáttunum 70 mínútur og Strákunum.

Árið 2004 gekk hann til liðs við 70 mínútur sem Ofur-Hugi. Þegar 70 mínútur hættu 20. desember 2004 gerði Hugi þættina Jing Jang á Popptíví sem var blanda af spurningaþætti og spjallþætti. 28. febrúar 2005 hætti Jing Jang og Hugi fór í Strákanna þangað til þeir hættu í júní 2006.

Árið 2011 byrjaði Hugi með sitt eigið fyrirtæki Stórveldið sem sá um framleiðslu á sjónvarpsþættum og kvikmyndum. Stórveldið hætti árið 2016.