Sigrún Edda Björnsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigrún Edda Björnsdóttir (f. 30. ágúst 1958) er íslensk leikkona og leikstjóri.

Foreldrar Sigrúnar Eddu eru Guðrún Ásmundsdóttir (f. 1935) leikkona og Björn Björnsson (1933-2008) flugvirki. Sigrún Edda á tvö börn og maki hennar er Axel Hallkell Jóhannesson leikmyndahönnuður.

Sigrún Edda útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981. Hún var leikari í Þjóðleikhúsinu frá 1981-1985 og hjá Alþýðuleikhúsinu 1982-1984. Hún hefur verið fastráðin hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1981-1982, 1985-1996 og frá 1998.[1] Einnig hefur hún tekið þátt í sýningum Vesturports og Íslenska dansflokksins.[2]

Hún hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta, sjónvarpsleikrita, útvarpsleikrita og kvikmynda og leikstýrt á sviði, í útvarpi og sjónvarpi auk þess sem hún hefur skrifað handrit fyrir sjónvarp. Hún er höfundur barnabókarinnar Með Bólu í bæjarferð (2001) og sjónvarpsþáttanna Bóla (1991-2001).[1]

Sigrún Edda hefur þrisvar sinnum hlotið Grímuverðlaunin fyrir leik í aðalhlutverki[2] og í janúar árið 2021 var hún sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu.

Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum[breyta | breyta frumkóða]

Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1977 Morðsaga Frú B
1980 Óðal feðranna Stelpa á útimóti
1984 Atómstöðin Guðný Árland
1985 Fastir liðir: eins og venjulega Erla
1990 Sérsveitin laugarnesvegi 25
1995 Einkalíf Sísí, móðir Alexanders
2001 Áramótaskaupið 2001
2004 And Björk of Course
2005 Galdrabókin
2010 Réttur 2
2014 Afinn
2015 Ófærð
2016 Eiðurinn
2017 Fangar
2020 Gullregn Indíana Jónsdóttir

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Pétur Ástvaldsson, Samtíðarmenn J-Ö bls. 710, (Reykjavík, 2003)
  2. 2,0 2,1 Modurskipid.is, „Sigrún Edda Björnsdóttir“ (skoðað 11. janúar 2021)