Fastir liðir, eins og venjulega
(Endurbeint frá Fastir liðir: eins og venjulega)
Jump to navigation
Jump to search
Fastir liðir...eins og venjulega | |
---|---|
Tegund | Gamanþáttur |
Leikstjóri | Gísli Rúnar Jónsson |
Kynnir | RÚV |
Leikarar | Bessi Bjarnason Júlíus Brjánsson Sigrún Edda Björnsdóttir Arnar Jónsson Jóhann Sigurðarson Ragnheiður Steindórsdóttir Hrönn Steingrímsdóttir |
Upprunaland | ![]() |
Tungumál | Íslenska |
Fjöldi þátta | 6 |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | RÚV |
Myndframsetning | 4 : 3 |
Sýnt | 1985 – 1985 |
Síðsti þáttur í | 1985 |
Tenglar | |
Síða á IMDb |
Fastir liðir, eins og venjulega: Léttur fjölskylduharmleikur í sex þáttum var íslensk gamansería framleidd af RÚV,í leikstjórn Gísla Rúnars Jónssonar eftir handriti Eddu Björgvinsdóttur og Helgu Thorberg. Þættirnir voru sýndir annað hvert laugardagskvöld á eftir Staupasteini október til desember 1985.
Þættirnir fjalla um þrjár nágrannafjölskyldur í raðhúsi í úthverfi á Íslandi þar sem hefðbundnum kynjahlutverkum er snúið við (með tilheyrandi breytingum á t.d. starfsheitum) og karlarnir eru heimavinnandi húsfeður. Hver fjölskylda hefur sín sérstöku einkenni og þær passa alls ekki saman þrátt fyrir að búa í sömu húsalengju.
