Sif Sigmarsdóttir
Fædd: | 30. nóvember 1978 Reykjavík, Íslandi |
---|---|
Starf/staða: | Rithöfundur Pistlahöfundur |
Þjóðerni: | Íslensk |
Virk: | 2006- |
Börn: | 3 |
Heimasíða: | sifsigmarsdottir.com |
Sif Sigmarsdóttir (f. 30. nóvember 1978) er íslenskur rithöfundur og pistlahöfundur.
Ævi
[breyta | breyta frumkóða]Sif er fædd og uppalin í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1998 og síðar BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Sif hélt í kjölfarið til Bretlands til framhaldsnáms og útskrifaðist með MA í barnabókmenntum frá University of Reading árið 2003.[1] Sif hefur verið búsett í Lundúnum frá árinu 2002.[2]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Sif hefur starfað sem pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, RÚV og Morgunblaðinu og Heimildinni.[3][4] Einnig hefur Sif skrifað í breska fjölmiðla á borð við The Guardian, The Independent og The Bookseller.[5]
Frá 2007 til 2010 hélt Sif úti bókaklúbbnum Handtöskuseríunni sem gaf út þýddar skáldsögur eftir konur.[6] Á vegum seríunnar komu út í fyrsta sinn á íslensku höfundar á borð við Audrey Niffenegger, Monica Ali, Karen Joy Fowler, Candace Bushnell og Anna Gavalda. Forlagið keypti útgáfuna síðla árs 2010.[7]
Sif þýddi yfir á íslensku bækurnar Tröllafell frá 2005 eftir Katherine Langrish og Órar frá 2013 eftir Lauren Olivier.[8]
Ritaskrá
[breyta | breyta frumkóða]- 2006 - Ég er ekki dramadrottning
- 2007 - Einu sinni var dramadrottning í ríki sínu
- 2013 - Freyju saga – Múrinn
- 2014 - Djásn: Freyju saga 2
- 2017 - I am Traitor
- 2018 - Íslandssagan - Súra sagan (ásamt Halldóri Baldurssyni)
- 2018 - Sjúklega súra sagan (ásamt Halldóri Baldurssyni)
- 2019 - Ég er svikari (Halla Sverrisdóttir þýddi)
- 2019 - The sharp edge of a snowflake
- 2021 - Banvæn snjókorn
Tilnefningar og verðlaun
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2013 var fantasíubókin Freyju saga – Múrinn tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.[9]
Árið 2019 var Sjúklega súr saga eftir Sif og Halldór Baldursson tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki barna- og unglingabókmennta.[10][11]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Skáld.is“. skald.is. Sótt 29. nóvember 2023.
- ↑ „Segir pólskipti hafa orðið í leikskólanum í London“. www.hringbraut.is. Sótt 29. nóvember 2023.
- ↑ „Skáld.is“. skald.is. Sótt 29. nóvember 2023.
- ↑ „Sif Sigmarsdóttir“. Heimildin. 25. nóvember 2023. Sótt 29. nóvember 2023.
- ↑ „Sif Sigmarsdóttir | Bókmenntaborgin“. bokmenntaborgin.is. Sótt 29. nóvember 2023.
- ↑ „Sif Sigmarsdóttir – Forlagið bókabúð“. Sótt 29. nóvember 2023.
- ↑ „Skáld.is“. skald.is. Sótt 29. nóvember 2023.
- ↑ „Skáld.is“. skald.is. Sótt 29. nóvember 2023.
- ↑ „Sif Sigmarsdóttir – Forlagið bókabúð“. Sótt 29. nóvember 2023.
- ↑ RSÍ (16. janúar 2019). „Fjöruverðlaunin“. Rithöfundasamband Íslands. Sótt 29. nóvember 2023.
- ↑ „Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna kynntar - RÚV.is“. RÚV. Sótt 29. nóvember 2023.