Club Atlético Independiente

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Club Atlético Independiente
Fullt nafn Club Atlético Independiente
Gælunafn/nöfn El Rojo (þeir rauðu)
Los Diablos Rojos (Rauðu djöflarnir)
Rey de Copas (Konungar bikaranna)
El Orgullo Nacional (Þjóðarstoltið)
Stytt nafn Independiente
Stofnað 1. janúar 1905
Leikvöllur Estadio Libertadores de América
Stærð 48,069
Stjórnarformaður Néstor Grindetti
Knattspyrnustjóri Ricardo Zielinski
Deild Argentine Primera División
2022 14. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Club Atlético Independiente, almennt þekkt sem Independiente, er argentínskt knattspyrnufélag með aðsetur í Avellaneda einni af útborgum Buenos Aires. Það er talið eitt af fimm „stóru“ fótboltaliðunum í Argentínu þrátt fyrir að hafa síðast orðið Argentínumeistari árið 2002. Independiente er kunnast fyrir afrek sín utan heimalandsins þar sem það hefur m.a. unnið Copa Libertadores oftast allra, sjö sinnum - þar af fjórum sinnum í röð frá 1972 til 1975. Árin 1973 og 1984 varð liðið heimsmeistari félagsliða eftir sigra á Evrópumeisturunum.

Titlar[breyta | breyta frumkóða]

Deildarmeistarar[breyta | breyta frumkóða]

(16) 1922 (AAm), 1926 (AAm), 1938, 1939, 1948, 1960, 1963, 1967 Nacional, 1970 Metropolitano, 1971 Metropolitano, 1977 Nacional, 1978 Nacional, 1983 Metropolitano, 1988–89, 1994 Clausura, 2002 Apertura

Copa Libertadores[breyta | breyta frumkóða]

(7) 1964, 1965, 1972, 1973, 1974, 1975, 1984

HM félagsliða[breyta | breyta frumkóða]

(2) 1973, 1984

Copa Sudamericana[breyta | breyta frumkóða]

(2) 2010, 2017