Fara í innihald

Serbíugreni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Serbíugreni
Barr á Serbíugreni, sýnd blágræn neðri hlið barrsins.
Barr á Serbíugreni, sýnd blágræn neðri hlið barrsins.
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund:
P. omorika

Tvínefni
Picea omorika
(Pančić) Purk.
Náttúruleg útbreiðsla
Náttúruleg útbreiðsla

Serbíugreni, fræðiheiti Picea omorika (á serbnesku; Панчићева оморика, á bosnísku Pančićeva omorika), er tegund barrtrjáa einlend í Drina dal í austur-Bosníu og Hersegóviníu nálægt Višegrad, og vestur-Serbíu, með heildarútbreiðslu aðeins um 60 ha, í 800 til 1600 metra hæð yfir sjó. Það fannst upphaflega nálægt þorpinu Zaovine á Tarafjalli 1875, og er nefnt eftir serbneska grasafræðingnum Josif Pančić;[2][3][4] seinni hluti fræðiheitisins; omorika er einfaldlega serbneska orðið yfir tegundina. Allar aðrar grenitegundir eru smrča (смрча) á serbnesku.

Serbíugreni í heimkynnum sínum. Takið eftir sérstaklega grannri krónunni.
Picea omorika var. pendula

Þetta er meðalstórt sígrænt tré um 20 metra hátt, einstaka sinnum að 40 metrum, með stofnþvermál að 1 meter. Sprotarnir eru dauf brúnir, og þétthærðir. Barrið er nálarlaga, 10 til 20 mm langt, flatt í þversniði, dökk blágrænt að ofan, og bláhvítt að neðan. Könglarnir eru 4 til 7 sm langir, snældulaga (breiðastir í miðjunni), dökk purpuralitir (næstum svartir) meðan þeir eru óþroskaðir, og verða dökkbrúnir við þroska 5 til 7 mánuðum eftir frjóvgun, með stífum köngulskeljum.[2][3][4]

Utan náttúrulegs útbreiðslusvæðis síns, er serbíugreni mikilvægt prýðistré í norður-Evrópu og Norður-Ameríku vegna aðlaðandi krónunnar og hæfileika til að vaxa í fjölbreytilegum jarðvegi, (til dæmis í súrum, basískum eða leir jarðvegi), þó að það kjósi rakan, gegndræpan moldarjarðveg. Það er einnig ræktað lítið eitt í skógrækt sem jólatré, fyrir timbur og pappírsframleiðslu, sérstaklega í norður-Evrópu, þó að hægur vöxturinn geri það síður ákjósanlegt en sitkagreni eða rauðgreni. Í ræktun hefur það myndað blendinga við hinð skylda svartgreni og einnig með sitkagreni.[2][3]

Eftirfarandi afbrigði hafa fengið Royal Horticultural Society Award of Garden Merit: P. omorika,[5] Nana,[6] (dverg form) Pendula[7] (hangandi form)

Vistfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Vegna takmarkaðrar útbreiðslu er það ekki mikilvæg fæðuuuppspretta dýra, en það er skjól fyrir fugla og smá spendýr. Fyrir Pleistocene ísöld, hafði það miklu stærra útbreiðslusvæði um mestalla Evrópu.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Mataruga, M.; Isajev, D.; Gardner, M.; Christian, T. & Thomas, P. (2010). Picea omorika. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 3.1. Sótt 10. nóvember 2013.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 Farjon, A. (1990). Pinaceae. Drawings and Descriptions of the Genera. Koeltz Scientific Books ISBN 3-87429-298-3.
  3. 3,0 3,1 3,2 Rushforth, K. (1987). Conifers. Helm ISBN 0-7470-2801-X.
  4. 4,0 4,1 Rushforth, K. (1999). Trees of Britain and Europe. Collins ISBN 0-00-220013-9.
  5. „RHS Plant Selector Picea omorika AGM / RHS Gardening“. Apps.rhs.org.uk. Sótt 25. febrúar 2013.[óvirkur tengill]
  6. „RHS Plant Selector Picea omorika 'Nana' AGM / RHS Gardening“. Apps.rhs.org.uk. Sótt 25. febrúar 2013.[óvirkur tengill]
  7. „RHS Plant Selector Picea omorika 'Pendula' AGM / RHS Gardening“. Apps.rhs.org.uk. Sótt 25. febrúar 2013.[óvirkur tengill]

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.