Sekúnda
Útlit
(Endurbeint frá Sek.)
Sekúnda er SI grunneining tíma, táknuð með s. (Algeng íslensk skammstöfun er sek.). Er einnig grunneining tíma í cgs-kerfinu. Sekúnda er venjulega skilin sem og í sögulegu samhengi skilgreind sem 1⁄86400 úr degi. Af eðlisfræðingum er hún hins vegar nákvæmlega skilgreind sem sem 9.192.631.770 sveiflutímar ákveðinnar raföldu loftkennds sesíns. Sextíu sekúndur eru ein mínúta (m) og 3600 sekúndur eru ein klukkustund (h) (hvorug eininganna eru þó SI-mælieining). Gráða, í hornamáli er 60 bogamínútur og 3600 bogasekúndur.