Seattle höfðingi
Seattle höfðingi eða Noah Sealth (fæddur um 1780, dáinn 7. júní 1866) var leiðtogi frumbyggjaættbálkanna Skvamish og Dúvamish[1] á svæði sem nú er við Puget-sund í Washingtonfylki Bandaríkjanna. Borgin Seattle heitir eftir honum. Hann var þekktur stríðsmaður og ræðumaður og hélt þekkta ræðu um umhverfisvernd. Franskir trúboðar ku hafa snúið Seattle til kaþólskrar trúar og skírðu hann Noah. Seattle myndaði samband við bandaríska lækninn og frumkvöðulinn Doc Maynard og í gegnum hann varð friðsælt samband milli ættbálka hans og hvítra landnema.
Í dægurmenningu
[breyta | breyta frumkóða]Gruggsveitin Soundgarden frá Seattle setti inn texta Seattle höfðingja í ábreiðu sinni á Black Sabbath-laginu Into the Void.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Chief Seattle“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. júní 2017.
- ↑ „Chief Si'ahl and His Family“. Culture and History. Duwamish Tribe. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. febrúar 2009. Sótt 24. september 2009.