Satyajit Ray

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Satyajit Ray í New York árið 1981.

Satyajit Ray (Shottojit Rae; 2. maí 192123. apríl 1992) var bengalskur kvikmyndagerðarmaður frá Indlandi. Auk þess var hann myndskreytir, tónskáld, textahöfundur, rithöfundur og ritstjóri. Þekktustu kvikmyndir hans eru Apu-þríleikurinn (1955-1959), Jalsaghar (1958), The Big City (1963) og Carulata (1964).

Hann fæddist í Kalkútta og var sonur rímnaskáldsins Sukumar Ray. Hann hóf feril sem myndlistarmaður, en fékk áhuga á kvikmyndagerð eftir að hafa hitt franska leikstjórann Jean Renoir (sem tók myndina Fljótið í Kalkútta árið 1949) og séð Reiðhjólaþjófana eftir Vittorio De Sica í ferð til London árið 1948. Fyrsta kvikmynd hans, Pather Panchali (1955), vann til fjölda alþjóðlegra verðlauna.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.