Fara í innihald

Regina

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Regina (borg))
Regina.
Miðbær Regina. Victoria park

Regina er höfuðborg Saskatchewan-fylkis í Kanada. Þar búa tæpir 200.000 manns. Borgin er sú næststærsta í fylkinu og er menningar- og viðskiptamiðstöð fyrir suðurhluta þess.

Borgin var stofnuð árið 1882 og nefndi Lovísa prinsessa sem var gift landstjóra Kanada borgina eftir móður sinni: Viktóríu Regínu, bretlandsdrottningu.